the
 
the
miðvikudagur, janúar 31, 2007
Útlit síðunnar
Útlit síðunnar fer að fá form sem ég sætti mig við. Fannst síðasta lúkk alveg glatað en það eru ekki mörg flott útlit finnst mér fyrir blogger síður.
Ég fer að fá nýjar myndir af mér að stökkva sem ég ætla að setja í header enda er þessi mynd vel gömul orðin.

Sprauturnar í gær gengu eins og í sögu. Ég tek því samt rólega nætu daga því ég ætla ekki að skemma meðferðina.

Þegar ég talaði um að enginn væri búinn að koma að heimsækja MIG þá tók ég ekki með heimsóknir Sigrúnar Fjeldsted og Silju Úlfars því þær voru að koma að æfa. Held þær hafi nú samt pínulítið verið að heimsækja mig líka þannig að ég tek orð mín aftur... Svo fattaði ég að ég gleymdi gömlum kærasta sem heimsótti mig einu sinni til Svíþjóðar. Svona er maður nú fljótur að gleyma þessum elskhugum :) Reyndar mjög mjög langt síðan þetta var eða um 8 ár!!! Úff hvað tíminn líður!

Jæja, hrikalegt hvað ég festist við tölvuna þegar mér dettur í hug að breyta útlitinu á síðunni. Er ekki farin að borða síðan ég kom heim af æfingu, hvað þá sturta mig. Ætla að drífa í því og leggjast svo yfir vega og flugbrautagerð.
posted by Thorey @ 13:45   6 comments
þriðjudagur, janúar 30, 2007
ÆÆÆÆIIIIIII
Þetta er svooooo svekkjandi!!!

Ég var gjörsamlega að fara yfirum eins og líklega öll íslenska þjóðin þegar ég hlustaði á leikinn í kvöld. Var með tárin í augunum af spenningi, held ég hafi aldrei kynnst þeirri tilfinningablöndu áður... Rölti um gólf eins og geðsjúklingur, titrandi og skjálfandi. ÚÚÚÚÚÚÚÚFFFFFFFFFFF

Strákarnir stóðu sig samt hrikalega vel og vá hvað þeir hljóta að vera svakalega svekktir! En ég er stoltur Íslendingur í dag!

ÍSLAND, BEST Í HEIMI :)
posted by Thorey @ 20:58   2 comments
mánudagur, janúar 29, 2007
Hitt og þetta
Fór á handboltaleikinn í gær í Dortmund. Ísland á móti Þýskalandi. Það var rosa gaman en samt hálf leiðinlegt að þeir höfðu í raun aldrei sjéns. En maður skilur alveg að þeir voru að spara sig aðeins enda óþarfi að eyða orkunni í svona tilgangslausan leik í rauninni. Angi skellti sér með mér og við vorum samferða Steffi Nerius og Christine en þær gellur voru á einhverjum fríum VIP miðum! Bara glatað... Eftir leikinn voru þær svo bara saddar og sælar meðan ég og Angi vorum að deyja úr hungri þrátt fyrir appelsínuna og próteinbörin sem við vorum með í nesti...

Hitti nokkra Íslendinga og það er alltaf gaman. Hitti til dæmis Eddu Karen og fjölskylduna hennar en hún var með mér í fimleikum í löngu denn.

Undur og stórmerki eru að gerast þessa dagana. Fólk er bara að flykkjast í heimsókn. Það er í fyrsta skipti síðan ég flutti út fyrir 9 árum að einhver er að koma að heimsækja MIG!!! Þeir sem eru búnir að kaupa miða eru Hildur Jóna vinkona mín úr FG en hún kemur 15.feb með lest frá Danmörku þar sem hún hefur búið síðustu ár og svo koma Kristinn yngri bróðir minn ásamt kærustunni sinni henni Ölmu þann 8.mars. Ég er ekkert smá ánægð með þau. Það verður gaman að sýna þeim heiminn minn hérna.

Á morgun verða það sprautur númer tvö. Ég finn alveg fáránlega mikinn mun eftir fyrstu sprautuna þannig að ég er rosalega bjartsýn á framhaldið og algörlega viss um að þetta var rétt ákvörðun.

Skólinn gengur aftur á móti ekki jafn vel. Þetta verður samt lærdómsvikan mikla. Það er rólegt í íbúðinni þessa vikuna þar sem Angi er farin heim til sín svo ég verð að nýta tímann og læra vel. Handboltinn verður þó að fá sinn tíma en ég æfi núna bara 1x á dag útaf hásinunum þannig að ég ætti að ná að læra eitthvað. Læknastússið tekur samt alltaf fáránlega mikinn tíma frá mér en ég skal samt koma mér í gírinn. Ætla að taka stutta skorpu snöggvast áður en ég fer að sofa.

Góða nótt
posted by Thorey @ 22:04   3 comments
sunnudagur, janúar 28, 2007
Áfram Ísland!!!

Afram Island
posted by Thorey @ 14:05   0 comments
Prufa

Orcidean farin ad blòmstra
posted by Thorey @ 08:12   2 comments
laugardagur, janúar 27, 2007
Dýrir dagar

Keypti mér eitt stykki svona í morgun. Fyrsti alvöru síminn minn!!! Jeij, alltaf verið með eitthvað drasl. Nú mun ég sko taka myndir og senda beint á bloggið mitt.
Svo keypti ég mér einnig jakka til að vera í á þessu Ball des Sport. Maður verður nú að líta vel út hjá öllum þessum íþróttasnillinigum sem verða þarna. Ég semsagt ætla bara að vera í jakkanum svona yfir ef mér er kalt. Meika ekki að frjósa allt kvöldið.
Svo fór ég til tannlæknis í fyrradag og það þurfti að gera dálítið mikið. Verið í vandræðum með eina tönn í mörg ár og tannlæknirinn ákvað að ég þyrfti að fá bara postulín í tönnuna. Já takk fyrir það! Það kostaði sitt.
Síðast en ekki síst eru það blessuðu yndislegu hásinarnar mínar sem hafa þjást í 7 ár. Þær fá loksins almennilega læknismeðferð. Já ég ákvað að kýla á fulla sprautumeðferð (auðvitað ekki cortison) og sjá hvað gerist. Verð bara að tékka á þessu. Tim og Lars fóru báðir í fyrra og hafa ekki fundið neitt í þeim síðan. Ég fæ semsagt 4 sprautur 4 sinnum en þetta þýðir samt það að ég þarf að taka því rólega í 2 vikur.
Horfi á þessar 2 vikur út frá 2 sjónarmiðum.
1. Möguleikar á að ég fari á EM minnka í 0,1 %, ég missi kannski af mótinu sem ég ætlaði að byrja á eftir axlarmeiðslin þann 9.febrúar. Get ekki stokkið alla næstu viku og jafvel fram í þá þarnæstu.
2. Hvað eru 2 vikur milli vina?? Ólympíuleikarnir eru eftir 1,5 ár og ef þessar 2 vikur leiða til þess að ég get æft án hásinavandamála þá minnka áhyggjur mínar um 70%. Það er einnig sumarið sem ég er að stefna á með come back, ekki þessi vetur. Mótin núna verða hvort eð er bara basl og svekkelsi. Er ekki bara betra og bíða þar til maður er alveg tilbúinn?
Eftir að hafa hugsað þetta í smá tíma þá ákvað ég að skella mér í meðferðina. Ég hefði alveg getað haldið áfram að stökkva með þessum verkjum en það er ekkert gaman að vera alltaf í einhverjum píningum. Einnig var öxlin orðin frekar aum á þessu stökkelsi mínu þannig að þetta er rétta ákvörðunin fyrir allan líkamnn.
posted by Thorey @ 22:35   2 comments
miðvikudagur, janúar 24, 2007
"Hvað er að frétta?"
Heyrði að það hafi verið sagt í þessum dálki í fréttablaðinu í dag að ég væri að undirbúa mig fyrir EM innanhúss. Hún hefur eitthvað misskilið mig stelpan sem tók viðtalið en ég það sem ég vildi segja var að ég bindi litlar vonir við að geta tekið þátt í mótinu. Ykkur að segja þá held ég að líkurnar á að ég keppi þar séu innan við 10%...

Ég er búin að vera mjög slæm í öxlinni síðan á mánudag. Svona er maður gáfaður eða þannig. Ég semsagt stökk í fyrsta skipti á 12 skrefum á mánudaginn en ákvað að láta þar ekki við sitja heldur fara bara og kýla á smá bekkpressu. Nei það var heldur ekki nóg heldur fór ég í gær að hanga í tæki sem er stöng sem sveiflast milli láréttar og lóðréttar stöðu og sveifla mér afturábak á hvolf í því. Fór svo og klifraði í kaðli!! Þetta var aðeins of mikið af því góða og er ég að súpa seiðið á því núna. Held ég stökkvi ekki fyrr en í byrjun næstu viku aftur. Held að viljinn sé aðeins að yfirstíga skynsemina þessa dagana.

Já þeir hlógu eiginlega af mér í gær Tim og Lars. Skutu því á mig uppúr þurr að ég væri búin að brosa meira í dag en í gær (mánudag). Þeim fannst ég eitthvað svo voða einbeitt þarna á mánudaginn. Svo var Angi að segja mér að vinur 0kkar hafi farið og spurt hana hvort mér liði eitthvað illa þessa dagana því ég væri svo ofur einbeitt á æfingu..... Ég hló bara þegar hún sagði þetta við mig en það er satt að ég er varla búin að líta til hægri né vinstri síðustu daga.

Ég ætti kannski að reyna að slaka aðeins á, ólympíuleikarnir eru ekki fyrr en eftir eitt og hálft ár! :)
posted by Thorey @ 09:31   7 comments
mánudagur, janúar 22, 2007
HETJUR
varð niðurstaðan :)
Til hamingju!!!!!!!! Ég vissi að þeir mundu nú ekki gefast upp svo auðveldlega!!

Sjálf stökk ég í fyrsta skipti í dag á 12 skrefa atrennu. Það gekk nú ekkert rosa vel en fyrsta æfingin á lengri atrennu gengur sjaldan vel. Stekk aftur í lok vikunnar og vona ég að það verði eitthvað skárra. Náði ekki alveg að finna rythmann í atrennunni og fannst erfitt að finna hvar ég átti að anda... búin að stökkva svo lengi á 10 skrefum að öndunin var orðin föst í þeim rythma. Ef ég anda stuttu áður en ég stekk upp þá missi ég spennuna í líkamanum og næ ekki að stökkva vel. Náði aðeins að laga þetta í lok æfingunnar og er ég því bjartsýnni á næstu æfingu.

Um helgina útskrifaðist stóri bróðir minn hann Albert. Hann er orðinn Kerfisfræðingur!! Með náminu var hann í fullri vinnu plús að hann á konu og tvö börn sem þurfa auðvitað tíma hans líka. Skil ekki hvernig að fór að því að klára þetta! Bara snillingur þar á ferð ;)

Þar sem ég missti af útskriftinni hans ákvað ég í staðinn að skella mér til Hollands að heimsækja Rens og Reneé. Ég var nefninlega viss um að ef ég hefði bara setið heima hefði ég dáið úr heimþrá. Náði að bæla hana ágætlega niður yfir Apocalypto... úff sú er spennandi. Mig virkilega svimaði af spenningi og hélt hrænlega að það mundi líða yfir mig. Fannst hún rosalega vel gerð.

Ég þjáist af síhungri þessa dagana. Er alltaf svöng og get borðað endalaust mikið. Í kvöldmat borðaði ég kúfullan disk af hakki, kartöflum og núðlum og steikti mér svo steik í eftrrétt... Eftir þetta allt var ég ekki enn södd. Ákvað samt að láta þarna gott heita. Fæ mér kannski eitthvað áður en ég fer að sofa.

Sit hérna í gúddí fíling, loksins í góðu skapi (búin að vera eitthvað voða grumpy síðustu daga), með bros á vörn eftir góðan leik, rás 2 á fullu með tónleika með Bubba og heimadæmin í stærðfræðigreiningu IV fyrir framan mig.
posted by Thorey @ 21:21   2 comments
sunnudagur, janúar 21, 2007
Hetja eða skúrkur
Heimsmeistarkeppnin í handbolta er komin á fullt eins og þið öll vitið. Því miður gekk íslenska liðinu hörmulega í dag og von um frekari sigra á þessu móti nánast úti að mati marga. Þulurinn á ríkisútvarpinu var duglegur að rakka strákana niður sem maður svosum skildi enda staðan slæm. Einnig var hann var hann að missa sig úr spenningi og svo vonbrigðum þegar leikurinn var um það bil að klárast. Þulurinn notaði mikið setninguna um drauminn sem væri að verða að martröð. Þannig eru einmitt íþróttir, draumar sem rætast, eða draumar sem verða að martröðum, annaðhvort eru íþróttamenn hetjur eða skúrkar. Línan sem skilur þarna á milli er örþunn.

Mér verður svo oft hugsað til 4,55 stökksins míns á ÓL í Aþenu, og þeirra tilrauna sem ég fór yfir í 3.tilraun. Ég fæ enn gæsahúð þegar ég rifja þetta upp. Línan á milli þess að fara heim ánægð eða með skömm var svo þunn að ég fæ hroll við tilhugsunina. Legg ég í þessa stöðu aftur?

Ég gat ekki annað en hugsað hvað íþróttir og keppnir geta haft mikil áhrif á fólk. Í sjálfri mér var hjartað að springa úr æsingi og eftir leikinn gat ég ekki annað en fundið mikið til með strákunum. Að fara heim á hotel eftir svona gengi er eitt það leiðinlegasta sem maður gerir. Að bregðast sjálfum sér og öðrum er ein sú versta tilfinning sem maður getur fengið. Að setjast í mat og trúa því ekki að leikurinn/keppnin sé búin. Að hugsa um ekkert annað en að vilja endurtaka allt saman aftur.

Það er pressan sem maður setur á sjálfan sig og pressan sem almenningur gerir til manns sem stundum gefur manni hálfgerða köfnunartilfinningu. Áhyggjur af næstu stökkæfingu, atrennulengd og hæðum eru komnar vegna pressu. Að hoppa uppí rúm og draga sængina uppfyrir haus er auðveldur flótti en að horfast í augu við óttann er það sem við íþróttamenn elskum. Ég er viss um að það verður það sem strákarnir gera í kvöld og þeir mæti eins sterkir og ákveðnir til leiks á morgun og hugsast getur. Þeir hafa annan sjéns, þetta er ekki búið.

Þegar allt kemur til alls eru íþróttir bara leikur og til að hafa gaman af. Maður má ekki missa ekki sjónar á því að maður er að þessu fyrir sjálfan sig og engan annan, að maður sé að þessu af því að manni finnst þetta það skemmtilegasta sem maður gerir.

Sama hvernig leikurinn fer á morgun þá er eitt víst að strákunum tókst að skemmta okkur í nokkra daga. Þeim tókst að fá þjóðina vel uppá tærnar.
posted by Thorey @ 22:42   5 comments
laugardagur, janúar 20, 2007
TIL HAMINGJU
INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÚTSKRIFTINA ALBERT!!
Ég er endalaust stolt af þér!!!
posted by Thorey @ 11:43   2 comments
föstudagur, janúar 19, 2007
Brosibros
Var að koma af stökkæfingu og gekk bara mjög vel. Stekk enn bara þó af 10 skrefum en ég náði að vinna svo vel í tækninni að annað eins hefur ekki gerst lengi. Var ein eftir að stökkva með Leszek (vanalega 2-3 sem stökkva saman) og ég nýtti hann í botn. Gaman að hafa hann svona alveg útaf fyrir sig. Stefni á að fara í 12 skref strax eftir helgi.

Planið er svo að maxa í lyftingum seinnipartinn. Hlakka til, hef ekki gert það lengi. Siðan fer ég að sækja eldavél sem Irina var að fá gefins og að lokum á að skella sér í létta innkaupaferð. En það hef ég ekki gert í marga mánuði. Maður verður aðeins að kíkja á útsölurnar svona áður en þær klárast. Síðan er bara ein æfing á morgun og helgarfrí. Helgin verður tekin í maraþon lærdóm.

Í gær var versti stormur sem hefur komið í Þýskalandi í held ég um 50 ár. Margir dóu og fjöldinn allur sem slasaðist. Fannst þetta nú ekkert svo hræðilegt veður samt. Minntist þess bara þegar ég var einu sinni á leiðinni í Öldó í bjálaðri hálku og roki. Þurfti alltaf að fara yfir fótboltavöll og þennan skemmtilega dag steig ég á völlinn, flaug á rassinn og rann horn í horn á rassinum. Tók meira að segja framúr "stóru krökkunum". Maður lét þetta svosum ekkert á sig fá, heldur stóð bara upp um 100 m seinna og hélt áfram sinni leið... Gleymi þessu samt aldrei. Hér er alltaf frí í skólum ef það er hálka eða vont veður. Það ætti að senda þessa þjóðverja í íslenska sveitaskóla leyfa þeim að upplifa alvöru vont veður...
posted by Thorey @ 13:03   0 comments
miðvikudagur, janúar 17, 2007
Já já kvart kvart. Ég kann eiginlega ekki við svona kvart í blogginu mínu. Hef vanalega bara þagað hér ef eitthvað hefur verið að angra mig og held ég haldi því eitthvað áfram. Óþægilegt að kvarta...

Hef það fínt í dag. Öxlin er betri og ég ætla að stökkva aftur á föstudaginn. Kannski 4m verði mér auðveldari þá ;)

Silke kíkt i heimsókn í kvöld með kjól til að sýna mér með sér. Rosa fínn svartur síðkjóll sem hún ætlar að vera í á Ball des Sports þann 3.feb. Þá mun ég vera í Monaco kjólnum mínum! Úllala. Silke var boðið á þetta ball og hún bauð mér með. Heppin ég. Þarna verða allar helstu íþróttastjörnur Þýskalands síðastliðið ár. Má búast við þýska íshokkílandsliðinu en þeir urðu heimsmeistarar, þýska fótboltalandsliðinu, Schuma og fleirum. Þetta verður mjög áhugavert!

Og hér er ein ástæða af hverju maður á ekki að kvarta.
posted by Thorey @ 22:51   1 comments
þriðjudagur, janúar 16, 2007
Oh

Ég held ég sé að koma inn í erfiðasta stig meiðslanna núna fyrir utan kannski tímabilið rétt fyrir og eftir aðgerð. Þeim fasa var þó bjargað af utanaðkomandi aðilum eins og SPRON og ÍSÍ með peningalegum stuðningi en þessum fasa verð ég að bjarga algjörlega sjálf.

Carolin Hingst stekkur 4,70 á fyrsta mótinu sínu og setur þýsk met, ný rússnesk að fara 4,65, Silke fer 4,40 á 14 skrefa atrennu (16 full atrenna) en ég enn að stökkva af 10 skrefa atrennu, næ varla að fara 4m og mjög íllt í öxlinni í þokkabót. Að komast aftur í 16 skrefa atrennu mun taka mikið á taugarnar og svo ná að framkvæma þau stökk með góðri tækni verður annar höfuðverkur. Þó ég tali nú ekki um verkinn í öxlinni, hvenær fer hann eiginlega??

Já þið skuluð ekki halda að þetta sé bara allt dans á rósum hérna megin. Stundum stígur maður á þyrnana og þá þarf oft að taka sig saman í andlitinu ef maður ætlar ekki bara að setjast útí horn og grenja.

En engar áhyggjur, ég gefst aldrei upp!
posted by Thorey @ 12:09   9 comments
sunnudagur, janúar 14, 2007
Dorrit og Andri

Fólk sem ég er mjög hrifin af. Dorrit fannst mér koma rosalega vel fram í Kastljósi í kvöld og er hún nú endanlega búin að stimpla sig inn í hjartað á mér. Fannst fyndið hvað hún breyttist í röddinni milli íslenskunnar og enskunnar. Eins og úr barni í mjög gáfaða, virta konu. Sem hún greinilega er í raun. Var svo hjartanlega sammála henni í skoðunum hennar eins og ég var sammála honum Andra Snæ einnig. Fannst góður punktur hjá honum um að við björgum ekkert heiminum með vatnsaflinu okkar. Mér finnst algjörlega að það ætti að fara að hætta að afsaka þessi álver með grænni orku. Græna orkan okkar er svo lítil á heimsvísu að það tekur ekki að tala um hana í þeim skilningi. Nýtum hana fyrir okkur og verndum landið okkar í leiðinni. Gerum Ísland að fyrirmyndar landi í umhverfismálum. Ég held við björgum heiminum frekar með því. Að hafa góð áhrif á aðrar þjóðir með góðri fyrirmynd í hvernig við nýtum landsauðlindir til að gera landið okkar betra en ekki til að skemma það.

Einnig áhugavert að heyra að Alcan er að hóta að fara með álverið burt úr Straumsvík ef ekki verður af stækkunini. Á sama tíma eru þeir að skipuleggja álver í Helguvík og jafnvel Þorlákshöfn sem eru minni en þessi hótunarstærð.

Eitt enn var að hann benti á að með stækkununni, Þorlákshöfn og Helguvík verður Faxaflói og Reykjanesið eitt af stærstu álframleiðslusvæðum í heiminum. Viljum við búa við þessar aðstæður? Hvernig verður mengunin á þessu svæði? Á maður að fara að flytja til Kópaskers ef maður vill búa við ómengaðar aðstæður??

Hvað er að verða um þetta land okkar? Einu sinni hugsaði ég til Íslands með stolti en nú verð ég reið, svekkt og nánast klökk við að hugsa heim. Finnst bara allt á leið til fjandans!!
posted by Thorey @ 22:12   5 comments
laugardagur, janúar 13, 2007
Nýtt útlit..

Hitt útlitið var engan veginn að gera það fyrir mig lengur. Þetta er bara tímabundin lausn, blogger er eitthvað að uppfæra sig og það koma inn ný útlit hjá honum bráðlega. Flestir sem geta þegar breytt en mitt blogg stendur eitthvað í þeim. Svo var æfingafélagi að taka fullt af myndum af mér þegar ég var að stökkva á fimmtudaginn og ég mun vonandi fá einhverja góða til að setja í header.

Annars allt ágætt að frétta. Mót í höllinni um helgina svo mér leiðist ekki. Sat að horfa á ungu strákana stökkva í dag og þeir voru flestir að standa sig mjög vel og að bæta sig. Leszek er einfaldlega bestur!

Ég er ekkert byrjuð að læra enn.... úff. Ég verð að fara að sparka mér af stað. Búin að eyða 2 dögum i að gera æfingaprógramm fyrir fótbolta krakka fyrir austan. Það var skemmtileg tilbreyting og gaman að það hafi verið leitað til mín. Ef ykkur vantar aðstoð með æfingaprógramm þá má alveg tékka á mér. Maður hefur lært ansi mikið í þjálfun síðustu 10 árin.

Irina var hjá mér í dag. Hún er loksins búin að ákveða að flytja út sem fyrst. Það strandaði eitthvað meira á VISA-nu en hún þarf að bíða aðeins meira eftir því. Það var læknirinn hennar sem sagði henni að flytja sem fyrst út því maðurinn hennar væri veikur, væri með einhverja aggressiv veiki sem ég skildi ekki alveg. Og hún vissi það aldrei fyrr en heimilislæknirninn þeirra ældi því loksins út úr sér. Svo vorum við að leita að íbúð á netinu og hún spurði mig hvort tölvan kæmi með öllum upplýsingunum þegar ég keypti hana eða svona upplýsingar væru í prógrammi sem maður keypti...!! Ég skildi það þannig að hún vissi ekki hvernig internetið virkaði. Svo bætti hún við: "Kannski ég geti keypt mér tölvu einn daginn og þá getur þú kennt mér á hana." Ég segi nú bara VÁ ÞAÐ VERÐUR VINNA!

En auðvitað geri ég það sem ég get fyrir hana.

Vona að ykkur líki alltílæ við síðuna svona á meðan er. Langar í flott útlit...
posted by Thorey @ 22:35   3 comments
fimmtudagur, janúar 11, 2007
4m!

Svaf stórkostlega á nýju dýnunni minni og mætti fersk á stökkæfingu kl 9 í morgun. Fór í gadda og stökk af 10 skrefum og vippaði mér 4m. Ég á best ever 4,10 á 10 skrefum þannig að ég er að ná þessu smátt og smátt aftur. Á samt eftir að taka mikinn tíma að komast á lengri atrennu. En þolinmæði þrautir sigrar allar..

Við kvöddum Yoo karlinn í gær. Búið að vera frábært að hafa hann og mikið búið að hlægja síðustu vikuna. Þau komu öll í gærkvöldi og við elduðum Tortilla og Taco. Yoo sá um innkaupin og hann keypti 2,5 kg af hakki! Afgangurinn er semsagt það mikill að ég held við þurfum ekki að kaupa hakk það sem eftir er af árinu.



Angi, Yoo og Richi að gæða sér á góðgætinu



Yoo mun koma aftur í sumar til að keppa. Hlökkum öll til þeirra endurfunda. Reyndar 1,5 ár síðan við sáum hann síðast þannig að við hljótum að lifa af til sumarsins...

Í dag á ég eftir að fara í sjúkraþjálfun, klst svo hjá stöðuæfinga þjálfaranum og svo létta hoppæfingu með Leszek. Svo þarf ég að fara að koma mér aftur í lærugírinn.
posted by Thorey @ 11:40   3 comments
þriðjudagur, janúar 09, 2007
Stökkæfing og barnagæsla...

Ég stökk í dag en þó bara af 8 skrefum og í engum göddum. Það gekk bara alveg ágætlega og fór ég 3,80. Er að reyna að vinna í því að fara meira upp í loftið í staðinn fyrir að flagga sjálfri mér yfir ránni og það tekur mikinn tíma og þolinmæði í að laga það. Náði að laga það aðeins.

Var svo barnapía í kvöld. Það gerist nú ekki orðið oft að maður passi börn. Roman sem bjó með mér vildi skreppa í mat með konunni og ég sat og horfði á Der Untergang á meðan. Börnin sváfu voða ljúft meðan Berlín varð að örflögum. En í alvöru þá held ég að ég hafi bara aldrei heyrt um svona þæg börn. Sú eldri er 2ja ára og var bara sett inn í rúm rétt fyrir átta og ljósin slökkt. Þar heyrði ég í henni í um hálftíma að leika sér við bangsa og syngja og babbla í um hálftíma þar til hún sofnaði. Hin er hálfsárs og hún var lögð á sama tíma inn í rúm og grét í um 10 mín og sofnaði svo bara. Já lítið mál á þessum bæ að svæfa 2 stk unga.

Í fyrramálið kemur svo nýja dýnan mín. Get ekki beðið! Búin að sofa síðustu 2 nætur á svefnsófa sem ég er með inní herberginu mínu. Fæ bara strax í bakið á að sofa á þeirri gömlu.

Jæja best að hlamma sér á sófann í síðasta sinn. Annaðkvöld fæ ég svo tonn af gestum því þá er síðasta kvöld Yoo hérna og við ætlum að elda og kjafta fram eftir kvöldi. Yoo, Richi, Silke, Lars, Kühni, Angi og Sebastian verða öll hér í mat!! Eins gott að vera fitt fyrir þau átök.
posted by Thorey @ 22:34   0 comments
laugardagur, janúar 06, 2007
Fiskiveisla og Yoo í heimsókn

Hver man ekki eftir suður-kóreska vininum mínum honum Yoo Suk Kim. Hann er staddur hjá okkur í Leverkusen þessa vikuna en hann var heima hjá sér í jólafríi og kom hér við á leiðinni til LA þar sem hann býr og æfir. Í tilefni af því af hann er hér ákvað ég að splæsa í fiskiveislu en ég fór með lax með mér út. Yoo, Richi, Angi og Sebastian fengu því dýrindis kvöldmat í gær. Marineraðan lax í ofni. Tókst bara vel og allir borðuðu á sig gat. Svo var kjaftað fram eftir kvöldi og hlegið mjööööög mikið. Yoo er svo mikill snillingur.
posted by Thorey @ 14:00   1 comments
fimmtudagur, janúar 04, 2007
Aftur í alvöruna

Var að koma aftur til Leverkusen í dag. Tíminn heima er búinn að vera frábær og allt of fljótur að líða. Prófin gengu vel og jólasteikinni kyngdi ég auðveldlega. Áramótin voru voðalega kósý og mikið um fjölskyldusamkomur síðustu vikuna á árinu. Finnst það æðislegt og fátt skemmtilegra en gott fjölskylduhóf með tilheyrandi kræsingum og kjafti. Í einu þeirra var meira að segja stiginn dans en með mismunandi góðum árangri.. ;)

Æfingar gengu bara fínt heima. Sjaldan náð að halda dampi svona vel í jólafríi og prófum eins og núna. Höllinn á þar mikinn þátt ef ekki allan. Formið er þar af leiðandi bara alveg ágætt og ég stökk í gær í göddum á 10 skrefum. Gekk vel fannst mér.

Allt ágætt að frétta af liðinu héðan. Frétti reyndar af pólverjum hérna í æfingabúðum og ég get alveg játað að þetta er ekki mín besta vinkona úr stönginni en sjáum til hvort samkomulagið verði ekki bara ágætt. Anna Rogowska er semsagt hérna og verður til 17.jan.

Ætla að fara og kíkja á liðið

GLEÐILEGT ÁR
posted by Thorey @ 15:38   6 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile