the
 
the
laugardagur, janúar 29, 2005
Ég beilaði svo á After Work partýinu..... Mary kom til mín aftur eftir að hafa verið að keppa í Póllandi og hún nennti ekki því hún var þreytt þannig að ég ákvað að vera henni til samlætis hérna heima. Ég held ég hafi ekki misst af neinu. Karnivalið er svo næstu helgi þannig að það er nú nóg framundan. Nú þarf ég bara að fara að finna mér búning fyrir húllumhæið. Eitthvað hlýtt og notalegt.
Verst að dimmision blóðbuningurinn minn er heima....
posted by Thorey @ 14:39   4 comments
fimmtudagur, janúar 27, 2005
Hitt og þetta

Það var bara alveg ágætt í matarboðinu. Ég tók að mér að elda næst bara svona til að tryggja að mér yrði boðið aftur.... hehe
Það var auðvitað bara töluð þýska og þufti ég því að hafa mig alla við allt kvöldið til að hanga inní samræðunum. Það gekk bara alveg ágætlega. Fyrir ári hefði ég alveg eins getað verið heima. Gaman að finna framfarirnar, ég hefði verið ansi áhyggjufull yfir heilasellunum í mér ef ég hefði ekki fundið þessar framfarir.....

Ég lét kíkja á lærið í gær og læknirinn skoðaði það með ómtæki. Hann sá hvorki merira né minna en 3 tognanir. Ein í rassinum, ein efst í ham útá hlið og önnur frekar neðarlega í hamnum. Auðvitað skellti hann í mig nokkrum stykkjum sprautum og gaf mér tíma fyrir næstu sprautur. Ég ætla reyndar að fara til Karlsruhe að hitta þar annan lækni þrátt fyrir þessa skoðun í gær. Ég vil gjarnan heyra hvað sá hefur að segja. Hingað til segja allir sitthvort, læknar og sjukraþjálfarar, svo hví ekki að fá enn eitt álitið.

Jæja ég er farin í aquajogging og að ná í nýja símann minn!! veiveivei loksins ætti ég með prepaid draslið og fékk mér samning og að sjálfsögðu fékk ég þá nýjan sima á 4000 kr. Og hann er geggjaður!!!
posted by Thorey @ 09:21   2 comments
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Féló

Já það er bara rífandi gustur í félagslífinu hjá mér hérna. Það var mikið!! Mary er semsagt stödd í Germ-maníu og það er bara varla stoppað. Á laugardaginn fórum við útað borða með Christine á indverskan stað í Köln og það var geggjaður matur þar. Í gær fórum við stöllur svo til Kölnar og eyddum þar öllum deginum í rólegheitunum. Í kvöld er ég svo að hitta Christine, Tine (vinkona Christine), Sophiu (langstökkvari 6,70) og Alinu (kærasta Tims) heima hjá Alinu en hún ætlar að elda fyrir okkur. Það væri nú ekki verra ef maður kæmist inn í svona fínan vinkonuhóp.
Á fimmtudagskvöld er svo "After Work" partý á einhverjum skemmtistað. Þetta byrjar kl 18 og er búið um 00. Við mætum nú bara um 20, það er alveg nóg!
Á mánudaginn er svo planið að fara til Karlsruhe en þar býr Ríkey þessa stundina. Ég á nú eftir að fá já frá henni en ef ekki þá fer ég bara til foreldra Angie en hún verður heima. Málið er nefninlega að ég er að fara til læknis á þriðjudagsmorguninn í Karlsruhe. Þetta á að vera einhver undra læknir sem Angie heimtaði að ég mundi hitta.

Semsagt meira en nóg að gera!!!
Ég skal reyna að gleyma ekki að ég er í 4 fögum frá HÍ svo það er eins gott að gleyma ekki lærdómum í öllu þessu fjöri ;)
posted by Thorey @ 15:14   5 comments
laugardagur, janúar 22, 2005
Beggi

til hamingju með þennan glæsilega styrk og viðurkenningu!!!!

Þannig er mál með vexti að Beggi er gríðarlega efnilegur sleggjukastari úr FH sem var að fá styrk frá EAA (evrópska frjálsíþróttasambandið) til að fara til Finnlands að æfa með rússum og finnum í sleggjunni. Þið getið lesið um þetta hér

Greinilega góðir hlutir að gerast í frjálsum á Íslandi og nokkuð ljóst að það eru margir að koma upp og hópurinn sem fer á HM í Helsinki verður í stór.
posted by Thorey @ 15:18   0 comments
föstudagur, janúar 21, 2005
.........og þið sem viljið commenta þið getið valið anonymous flipann sem kemur þegar þið ýtið á comment. Semsagt það þarf ekki að skrá sig inn á blogger!!! Munið bara að setja nafnið ykkar undir.
posted by Thorey @ 22:27   5 comments
Fréttir

Það er ansi mikið að frétta en ég hef verið hálf löt við að skrifa hérna. Ég hef ákveðið að keppa ekkert innanhúss þ.s ég hef ekki náð að undirbúa mig sem skyldi. Ég ætla frekar að einbeita mér að utanhússtímabilinu og vera þá í þrusu formi. Ég fékk eitthvað í hamstring strax eftir síðasta tímabil og hef ekki náð að jafna mig nógu vel.

Ég er með næturgest næstu vikur. Mary Sauer frá USA er hjá mér en hún er að fara að keppa á nokkrum mótum hérna í Þýskalandi og æfir þar á milli í Leverkusen. Hún er mjög fín og okkur kemur vel saman. Hún var að keppa í Wuppertal í dag þ.s Monica, vinkona mín frá Póllandi, stökk 4,50 og braut framtönn þegar hún kom niður á ránna. Önnur varð Mary með 4,30. Strákarnir mínir keppa svo allir á morgun í Dessau en það verður athyglisvert að sjá hvernig það fer. Tim Lobinger er að prófa nýja tegund af stöngum, Richi og Danny skiptu um þjálfara í haust og Lars er því einn hjá Leszek (ásamt mér og öðrum ungum strákum). Björn Otto skipti líka um þjálfara og er búinn að vera að æfa með Tim í allan vetur. Rens er fluttur tilbaka til Hollands og er hættur hjá Leszek. Hann keppir ekkert strax.
Gaman að sjá hvernig þeir koma undan öllum þessum breytingum.

Eins og þið vitið þá var ég á Lanzarote og mun koma með smá pistil um þá ferð á Thorey.net ásamt nokkrum myndum. Kíkið endilega hér
posted by Thorey @ 22:16   0 comments
miðvikudagur, janúar 12, 2005
Lanzarote

Tha er eg maett i solina. Thad er 20 stig og bara fint. Maetti reyndar vera heitara.... en betra en slabbid um jolin :)
Aefingar ganga lika bara vel. Eg er farin ad hlaupa og fer ad komast i girinn. Vid buum a risa storu hotel "in the middle of nowhere!" Thetta er svona ithrottasamfelag. Frjalsithrottavollur, tennisvellir, korfuboltavellir, badminton, aerobikk, golfhermir, kajakar og hjol og surfbretti og allt haegt ad leigja fritt. Svo audvitad risastor laug, einn supermakadur, veitingastadir og bar. Bara hotelid semsagt og enginn sem byr herna og thvi enginn baer eda budir... sem er tho fint....

Bid ad heilsa i bili,
Thorey
posted by Thorey @ 21:07   6 comments
mánudagur, janúar 10, 2005
Af hverju?

Já maður spyr sig stundum. Ég spurði mig þessarar spurningar ansi oft í dag þegar ég var í jarðarför hjá 7 ára barni. Af hverju, af hverju, af hverju??? Svarið stendur á sér á meðan tárin streyma.

Torbjorn var sonur Marcs, umboðsmanns míns. Hann veiktist af krabbameini í höfði þegar hann var 3 ára. Þá fór hann í geislameðferðir og læknarnir héldu að meinið væri alveg farið. Síðastliðið sumar veiktist hann aftur en þá var ekki hægt að beita geislameðferðinni því það hefði þegar verið gert og að beita svo sterkum lækningameðferðum á aðeins 6 ára gamalt barn, í annað sinn, hefði eyðilagt í honum heilastarfsemina. Það var því ekkert að gera nema bíða dauðans.
posted by Thorey @ 16:08   3 comments
laugardagur, janúar 08, 2005
Leverkusen

Þá er ég komin út aftur. Um leið og ég stíg útaf flugvellinum í Frankfurt fæ ég sólina í augun. Ég var heima í 3 vikur og sá aldrei neina sól!! Ég ætla að taka þetta sem tákn um eitthvað gott.... veitir ekki af svona táknum þessa dagana.... úfffff
Hérna er líka um 12 stiga hiti!!! :)

Ég er skráð í 4 áfanga í HÍ og ég óska sjálfri mér bara góðs gengis. Silja og Katrín eru nú samt svo elskulegar að vilja lána mér eitthvað af dótinu þeirra. Það á eftir að koma sér mjööööög vel. Ég er skráð í vatnafræði, líkindareikning og tölfræði, náttúruauðlindir og umhverfisskipulag. Ok engin stærðfræðigreining eða hell af því tagi svo ég á sjéns á að komast í gegnum þetta.

4 dagar í sól og sumar :)
posted by Thorey @ 14:22   1 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile