the
 
the
þriðjudagur, október 30, 2007
Aefingar
Aefingar hafa gengid alveg agaetlega. Eg stökk i gaer a 8 skrefum og for personulegt held eg alveg örugglega. Stökk 3,90 :) I fyrra stökk eg i lok november 3,70 a 8 skrefunum svo eg er greinilega og skiljanlega (öxlin..) skrefi framar en tha. Adrar aefingar ganga lika bara fint og thad er algjör draumur ad aefa heill!

Thad er hreinlega ekkert fleira ad fretta af mer en thetta. Eg bara aefi, elda og sef eins og er og er mjög satt med thad. Mjög thaegilegt ad vera ekki ad laera thvi eg get allt i einu gert hluti fyrir sjalfa mig sem eg hef ekki getad adur. Les, plana aefingar, lesa matreidslubaekur og jafnvel horfa a sjonvarpid.. Ja spennandi lif thad :)

Hey ju eg for a körfuboltaleik a sunnudaginn. Leverkusen gengur mjög vel eins og er og unnu their Köln. Eg aetla ad vera dugleg i vetur ad fara a körfuna og jafnvel a blak leiki hja stelpunum.

Fae netid a manudaginn og heimasima. Thad er otrulegt hvad thad tekur allt langan tima herna i thyskalandi. Ad fa nyjan bil tekur 3 manudi og netid 2-6 vikur! Einnig tharf ad segja upp sima og ödrum "samningum" med thriggja manada fyrirvara.. Held ad thetta se ekki svona heima eda hvad?

Jaeja gott i bili. Stefni a 10 skrefin a fimmtudaginn og svo 12 skref strax i naestu viku. Eg aetla ad verda komin fyrr a fulla atrennu i göddum en vanalega.
posted by Thorey @ 13:14   3 comments
þriðjudagur, október 23, 2007
Umhverfið mitt
Mamma var að senda mér nokkrar myndir sem pabbi tók í heimsókninni. Ákvað að skella þeim bara hérna inn og læt það duga
Húsið mitt og bíllinn minn
Gatan mín

Húsið mitt er þarna fyrir aftan. Ég bý á efstu hæð.






posted by Thorey @ 17:20   5 comments
Netlaus
Komin til Þýskalands og hef það mjög fínt fyrir utan það að vera netlaus. Fæ net eftir um það bil viku. Nýja íbúðin er algjört æði og landið í kring mjög fallegt. Við hliðina á mér er hestabúgarður og hinum meginn við mig er kúabýli og þar er hægt að kaupa ýmislegt af bóndanum.
Mamma og pabbi voru hérna um helgina og nutu þessa alveg í botn. Ég held þau langi bara að flytja hingað til mín í sveitina. Ég skal taka mynd af svæðinu með símanum og setja hér inn fljótlega.

Æfingar eru komnar á fullt og þótt ég hafi verið búin að æfa ágætlega heima þá byrja ég samt á að fá alveg þvílíkar harðsperrur. Það er bara góð tilfinning..
posted by Thorey @ 16:11   1 comments
miðvikudagur, október 17, 2007
Helluð á heimavelli
Svo komst Gummi að orði þegar hann sá mig eftir æfinguna í morgun. Var á hlaupæfingu og var svona líka fersk þegar ég kom heim. Það er reyndar ótrúlega góð tilfinning að geta hlaupið og ég get hreinlega sagt að núna sé ég HEIL!!

Í gær var tekið 50m skriðsundstest svona aðallega til gamans. Það tókst nú ekki alveg eins og ég hafði vonað og laugin í Laugardalnum virtist vera endalaust löng. Tíminn var 35,9s og verður bara hægt að bæta héðan af. Er nú reyndar að fara að hætta að synda og hlaupin taka alveg við.

Ég er núna að lesa bók um Tútsa konu sem komst af í þjóðarmorðinu 1994 í Rúanda. Hún faldi sig ásamt 7 öðrum konum á baðherbergi prests. Herbergið var 1,2 x 0,9 m að flatarmáli og þar dvöldu þær í 3 mánuði!! Þær máttu ekki segja orð uppá hættu að verða fundnar og slátrað. Maður skilur ekki þessa ótrúlegu grimmd sem ennþá finnst í heiminum. Mæli með þessari bók ásamt bókinni Frjáls sem ég kláraði um daginn. Það er svo ótrúlegt hvað lífið okkar á vesturlöndum er eitthvað tilgangslaust miðað við líf þessara kvenna. Þegar lífið snýst ekki lengur um að berjast fyrir að fá menntun, viðurkenningu á að vera til eða yfir höfuð bara að reyna að vera til þá förum við hin í að leita að einhverju fáránlegu eins og keppnum í stangarstökki..... Frekar absúrt eitthvað..
Ótrúlegt hvað maður hefur það gott að þurfa ekki að gera neitt annaði í þessu lífi en að leita að hamingju og lífsfyllingu.

En jæja, Gemany á morgun. Heyrumst næst þaðan.
posted by Thorey @ 14:06   0 comments
föstudagur, október 12, 2007
Vikan liðin
Vika í dag frá sprautunum sem þýðir að ég má byrja að æfa á fullu aftur. Ég finn ekkert til eins og er og nú er bara að vona að það haldist þannig. Ég er nú samt alveg búin að vera að æfa og synti 2 kílómetrana á miðvikudaginn á 50 min. Synti svo í morgun 1000m skrið á 21 min. Þetta segir ykkur nú líklega ekkert nema þá Láru Hrund ef hún kíkir hér inn... og hlær svo bara að mér. Úff hvað ég gæti ekki verið sundmaður. Ad synda marga marga kílómetra á dag!

Á milli æfinga nýt ég þess að vera á Íslandi. Hitti ættingja, vini eða ligg og les. Er að lesa núna bókina Frjáls eftir Aayan Hirsi Ali og er hún alveg ótrúleg. Það sem manneskjan hefur gengið í gegnum og þvílíka kvendið sem hún er. Vá!

Aðeins 6 dagar þar til ég fer aftur til Þýskalands. Mamma og pabbi ætla að fara með mér út og vera yfir helgina. Það verður frábært að fá þau loksins í heimsókn.
posted by Thorey @ 11:02   3 comments
þriðjudagur, október 09, 2007
Hásinafréttir
Svíþjóðar ferðin gekk vel. Veit samt ekki hvort ég eigi að vera ánægð eða óánægð með greiningu læknisins. Hann sagði mig semsagt ekki með bólguæðar, hásinin væri alveg heil og mjög fín og strúktúrinn í kringum hana alveg fullkominn. Eina sem amaði að mér var að hulsan utan um hásinina var tvöföld að þykkt = bólgin. Hann sprautaði Cortisoni í þær báðar. Ég var reyndar hálf slegin við þessu því ég ætlaði sko aldrei að fá Cortison í hásinarnar. Það má reyndar segja að ég standi enn við þau orð þar sem efninu var bara sprautað við þær en ekki inní. Hann sagði þetta ætti að virka en hætta þó á að þetta taki sig upp á ný. Ég er þó sátt með að vita loksins nákvæmlega hvað amar að mér því ég er búin að vera að baslast við þetta síðustu 7 árin!
Meiðslin mín eru semsagt ekkert hættuleg og ég get verið nokkuð bjartsýn á bata. Nú tekur við viku rólegheit með sundi og þreki, síðan fer ég útí gamanið í næstu viku. Á flug til Þýskalands þann 18.okt.

Það var rosalega gaman að hitta Elvu mína, Áskel og Sif. Gaman að sjá hvernig þau búa úti og svo líka Sif orðin svo stór og farin að ganga :) Sá þau öll síðast í janúar!
posted by Thorey @ 15:22   4 comments
fimmtudagur, október 04, 2007
Sund, fimleikar, hlaup og lyftingar
Æfingaprógrammið hefur verið mjög fjölbreytilegt síðustu 3 vikur. Við Gummi erum búin að synda samtals 12,6 km. Syntum fyrst 1000m svo 1100m þá 1200m o.s.frv. Við erum komin að 1900m og svo endum við í 2km. Þetta er mjög frískandi að synda aðeins og styrkjandi fyrir öxlina. Gott að fara svo í pottinn á eftir. Einnig förum við 1x í viku í fimleika hjá Björkunum og svo eru það þessar hefðbundnu hlaupa og lyftingaræfingar inn á milli.

Hásinarnar hafa hagað sér bara nokkuð vel. Mér er enn íllt í þeim en get þó æft. Ég held af stað á eftir til Svíþjóðar að hitta lækni í Malmö sem beitir nýrri aðferð í meðhöndlun á hásinum. Ég bind miklar vonir við þetta og vona að þetta muni þá ekkert há mér á næsta ári og í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Læknirinn sprautar með hjálp ómtækis beint í bólguæðarnar og eiga þær þá að lokast. Þ.e ekki meiri vökvi sem kemst inn til að valda verkjum.

Ég er svo heppin að vinkona mín hún Elva Rut býr ásamt manni sínum og barni í Lundi og fæ ég að gista hjá þeim. Þetta verður því örugglega bara mjög skemmtileg ferð.
posted by Thorey @ 12:09   2 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile