the
 
the
fimmtudagur, október 04, 2007
Sund, fimleikar, hlaup og lyftingar
Æfingaprógrammið hefur verið mjög fjölbreytilegt síðustu 3 vikur. Við Gummi erum búin að synda samtals 12,6 km. Syntum fyrst 1000m svo 1100m þá 1200m o.s.frv. Við erum komin að 1900m og svo endum við í 2km. Þetta er mjög frískandi að synda aðeins og styrkjandi fyrir öxlina. Gott að fara svo í pottinn á eftir. Einnig förum við 1x í viku í fimleika hjá Björkunum og svo eru það þessar hefðbundnu hlaupa og lyftingaræfingar inn á milli.

Hásinarnar hafa hagað sér bara nokkuð vel. Mér er enn íllt í þeim en get þó æft. Ég held af stað á eftir til Svíþjóðar að hitta lækni í Malmö sem beitir nýrri aðferð í meðhöndlun á hásinum. Ég bind miklar vonir við þetta og vona að þetta muni þá ekkert há mér á næsta ári og í undirbúningnum fyrir Ólympíuleikana. Læknirinn sprautar með hjálp ómtækis beint í bólguæðarnar og eiga þær þá að lokast. Þ.e ekki meiri vökvi sem kemst inn til að valda verkjum.

Ég er svo heppin að vinkona mín hún Elva Rut býr ásamt manni sínum og barni í Lundi og fæ ég að gista hjá þeim. Þetta verður því örugglega bara mjög skemmtileg ferð.
posted by Thorey @ 12:09  

2 Comments:

At 5:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona að þetta gangi virkilega vel ! Um að gera að prófa allt !

En er ekki öruggt þú komir svo aftur hingað heim áður en þú ferð til Þýskalands. Ég ætlaði nefnilega að ná þér áður en þú ferð. Fer í lokapróf á mánudag en get svo loks andað og er endilega til í annan hitting ;)

Kv.Hugrún

 
At 8:51 f.h., Blogger Lára Hrund said...

ÁFRAM SUND!!! Segi svona, en það eins og þú segir ábyggilega styrkjandi fyrir öxlina þína. Gangi þér vel.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile