the
 
the
föstudagur, ágúst 03, 2007
Kagginn fíni
Fékk loksins bíl í dag!! Er búin að bíða eftir honum í 3 mánuði og búin að hugsa um bíl í 4 ár! Angi leigði bílinn á sitt nafn í gegnum íþróttina en þetta er einhver styrktaraðili. Ég borga samt auðvitað af honum. En þar sem við búum saman má ég keyra hann og er tryggð í kaskó. Hún semsagt leigði hann fyrir mig. Ótrúlega ánægð með það og þakklát. Þegar ég er ekki heima mun hún auðvitað nota hann.
Við semsagt sóttum hann í morgun og það var einungis búið að keyra hann 3 km!!

Á myndinni fyrir neðan má sjá vagninn og í bakrgrunn má sjá glitta í útidyrahurðina mína ásamt önnu í grænuhlíðarhjólinu mínu. Í bónus má svo sjá sjálfa mig í fremri farþegahurðinni. Ekki amaleg mynd þetta :)

En hér er loksins komin sól. Nú meira rigningarsumarið. Aldrei vitað annað eins í útlöndum.
posted by Thorey @ 12:12  

4 Comments:

At 2:14 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með kaggann- tími til kominn að þú fengir bíl til að ferðast á ;)

Kv.Hugrún

 
At 10:55 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Frábært. Kominn tími til. Gott líka með þennann að það er greinilega nóg pláss fyrir stangirnar.... ;)
Kv. Albert.

 
At 7:40 f.h., Blogger Thorey said...

Hehe já það er alltaf nóg pláss uppá þakinu...

En vá þvílíkur munur að vera komin á bíl!

 
At 12:33 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Til hamingju með bílinn - lítur mjög vel út:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile