the
 
the
mánudagur, júlí 23, 2007
Helgin
Fór að horfa á Helgu Margréti og Sveinn Elías keppa á Evrópumeistaramóti 19 ára og yngri í Hengelo um helgina. Þeim gekk báðum vel og bættu sig bæði stigalega séð í heildina og einnig í nokkrum einstökum greinum. Bæði lentu þau í 10.sæti og óska ég þeim báðum til hamingju með það.

Einnig var þýska meistaramótið um helgina en það er alltaf mjög spennandi af því leitinu að í ljós kemur hverjir eru valdir í liðið á HM í Osaka eftir 5 vikur. Danny vann og Björn annar og fara þeir báðir auk Tim. Svo vann Silke með 4,50 og fer hún auk Juliu Hütte og Carolin Hingst. Hún Angi mín stökk 6,27 í langstökkinu og lenti í 5.sæti sem er hennar allra besta sæti á DM. Sebastian fór 2,14 í hástökkinu og dugði það honum í 3.sæti. Frábært hjá þeim báðum.

Í fyrramálið er stökkæfing og ætla ég í fulla atrennu. Læt ykkur vita hvernig fer.

Setti inn nýjar myndir hér
posted by Thorey @ 15:49  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile