the
 
the
sunnudagur, júlí 08, 2007
Landsmót búið
Gekk eins og ég bjóst við bara. 4,15 á skokkskóm en þó fullri atrennu. Þetta var því í raun bara ágæt æfing og aðeins mitt 5.skipti á fullri atrennu síðan 2005. Nú vantar mig að geta tekið nokkrar æfingar í viðbót á fullri atrennu, helst alveg 3 vikur og keppa svo á um 4 mótum fyrir HM. Veit þó ekki móta planið mitt næstu vikur.

Það var þó mjög gaman að keppa á þessu móti og fannst gaman að heyra hvað áhorfendur voru duglegir að láta heyra í sér þegar ég var að stökkva. Hefði svo viljað getað sýnt þeim eitthvað meira en í dag en staðan á mér er bara ekki góð þessa stundina.

Ég er allavega búin að ákveða að hætta að hvíla hásinarnar. Þær lagast hvort eð er ekkert. Nú verð ég bara að bíta á jaxlinn og láta mig hafa það á æfingum og sjá hvort það muni ekki hjálpa mér að komast í stökkform.

Þið sem mættuð á völlinn í dag, gaman að sjá ykkur :) Þið hin, vona að þið mætið næst...
posted by Thorey @ 15:13  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile