miðvikudagur, júlí 04, 2007 |
Jæja.... |
Bráðum 10 dagar frá síðustu færslu. Það helsta í fréttum er að ég er orðin þrítug kona :) Varð þrítug þann 30.júní og hélt mini afmæli. Bauð hópnum mínum auk nokkurra annarra bara í al heimabakaða pizzu. Fínt bara.
Siðan á Evrópubikar hef ég ekkert keppt. Átti að keppa á tveimur mótum en ákvað að hætta við þau og æfa bara aðeins.. eða reyna það fyrir hásinaverkjum. Ég fór í myndatöku á aðra hásinina og þar sást að hún leit rosa vel út, bara filma og vöðvi fyrir framan hana (nær tánum) er rifin eða bólgin. Má æfa á þetta sem eru góðar fréttir en verkirnir eru samt bara nánast óbærilegir. Ég hef svo fengið 2x sprautur í kálfann í stað sinanna og finnst seinni sprautan í gær jafnvel vera að virka eitthvað. Einnig er ég auðvitað á fullu í sjúkraþjálfun og er ég mun skárri en ég var fyrir viku.
Ég hef stokkið 2x á 12 skrefum á æfingu og gekk það misvel. Fyrra skiptið gekk ekkert en seinna skiptið var loksins í áttina og ég fann fílinginn aðeins aftur. Bæði tæknilega og hlaupalega í atrennunni. Stekk svo á morgun og vil helst fara í fulla atrennu (er alltaf bara á skokkskónum).
Kem heim á föstudaginn og keppi á lau eða sun á landsmótinu í Kópavogi. 4 stelpur koma með mér heim og keppa við mig. Það eru þær Mary Vincent (áður Sauer) frá USA, Hanna-Mia Persson og Maria Rendin frá Svíþjóð og svo Kristina Gadschiew frá Þýskalandi. Þetta verður spennandi og skemmtilegt og ég mæli með því að þið komið og kíkið á völlinn. |
posted by Thorey @ 07:26 |
|
|
|
|
4 Comments:
Gangi ykkur vel og vonandi fáið þið fínt veður í Kópavoginum. HM og Maria eru pínu stressaðar yfir veðrinu nefnilega (o: en ef það er vindur þá er nú yfirleitt alltaf hægrisíða-með og þá meira með svo það á að vera hægt að stökkva hátt þó vallarmetið sé bara 4,20 m (held að þið Vala eigið það saman).
Gangi þér vel, vest að komast ekki og fylgjast með, verð í eyjum í brúðkaupi.
kveðja Bryndís
Oj, verst að maður skuli vera að mála nýju íbúðina um helgina :( Það er ekki á hverjum degi sem að gefst færi á að sjá Elísdóttur, Sauer og Persson keppa hér á heimaslóðum (verð að viðurkenna að ég kannast ekki við hinar tvær). Gangi þér bara sem best .
- Tom Katsuragi.
....Já og til hamingju með afmælið!
Til hamingju með stórafmælið!
Bjössi og Rakel
Skrifa ummæli
<< Home