the
 
the
þriðjudagur, júlí 31, 2007
Halló Hafnarfjörður
og aðrir lesendur (ef þeir eru einhverjir þarna úti).

Það er bara allt skítsæmó að frétta af mér. Er loksins farin að geta hreyft fæturnar og gengið niður tröppur án þess að líta út fyrir að vera níræð. Semsagt hásinarnar loksins aðeins skárri en ég þori ekki enn að lýsa yfir sigri gegn þeim því maður veit jú aldrei næsta útspil andstæðingsins.

Íslandsmeistaramótið var síðustu helgi og ég hef aldrei vitað aðra eins heimþrá síðan frá Svíþjóðar tímum. En jú eftir nokkra þætti af desperate houswifes og súkkulaði leið það allt saman hjá og ég tók gleði mína á ný.

Ég ákvað að sleppa Íslandsmeistaramótinu útaf hásinunum. Fékk sprautu síðasta fimmtudag og vildi ekki drífa mig beint í flugvél og í mót heldur gefa þeim sjéns á að jafna sig. Það var rétt ákvörðun því jú ég er mun betri í dag. Eins og einhverjir vita er ég með lágmark á Heimsmeistaramótið í Osaka í lok ágúst og er ég að gera allt til að vera fit og ready to go á því móti. Það gæti kostað Bikarinn líka.

Þessi undirbúningur er ekki sá sem ég hefði óskað mér og því auðvitað spurning hvort maður eigi nokkuð að láta sig dreyma um HM. En það eru 2 ár síðan ég meiddist, búin að baslast i gegnum öxlina og svo hásinarnar en samt komin með HM lágmark frá mínu fyrsta móti í sumar. Síðan þá verið á skokkskónum. Ef ég fer á HM, þá fer ég því mér finnst ég eiga möguleika á að komast í úrslitin, þ.e að stökkva 4,50 ef ég er í gaddaskóm. Ef það tekst ekki þá verður bara að hafa það og ég nota þetta sem æfingu fyrir ÓL á næsta ári sem verður í svipuðum hita og í svipuðum tímamismuni.
posted by Thorey @ 12:13  

4 Comments:

At 1:12 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Það er alveg ótrúlegt hvað Despó og súkkulaði hafa mikinn hressingarmátt:) Gangi þér sem allra best að undirbúa þig fyrir HM. Hlakka til að fylgjast með þér í lok ágúst:)

 
At 3:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Blessuð. Vonum það besta, gangi þér vel og góðar kveðjur, Ívar.

 
At 7:23 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Þórey - ég er ein af þeim sem finnst alltaf jafn gaman að fylgjast með þér í stönginni :) það væri nú ekki leiðinlegt ef þú tækir þátt á HM, væri eiginlega bara algjört æði fyrir okkur hin sem sitjum heima og horfum á í tellanum..... en mundu bara að hlusta á kroppinn og fara eftir þinni tilfinningu .... líkaminn talar jú vita ef hann er eitthvað ósáttur... :)
haltu áfram að standa þig vel og gangi þér vel, sama hvað þú gerir
kveðja Þórdís

 
At 7:00 f.h., Blogger Thorey said...

Takk kærlega fyrir skemmtilegar kveðjur.
Líkaminn skal bara hlusta á mig í þetta sinn og hætta að kvarta svo ég geti skemmt ykkur í lok ágúst ;)

Þórey

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile