the
 
the
sunnudagur, ágúst 12, 2007
Síðustu dagarnir
Æfingar ganga bara alveg þokkalega og hásinarnar hanga réttu megin við verkjamörkin.

HM planið er aðeins að skýrast en hótelið í æfingabúðunum í Kagawa er klárt. Þar verða Véddi og íþróttamennirnir hans auka danana og svo frétti ég að svíarnir verða þar líka. Svo Stanley karlinn verður á svæðinu. Verður gaman að hitta hann.
Vandamálið er aftur á móti flugið. Það hefur ekki enn verið staðfest því stangiranr komast ekki í flugvélina. Eins gott að það komist á hreint á morgun og þá fljúgum við líklega frá Amsterdam. Ef það flug klikkar verðum við að skipta um flugvöll í Tokyo og veit ég ekki hvernig það á að vera hægt með stangir. Gummi kemur sem betur fer í dag og mun þá hjálpa mér með stangirnar á ferðalaginu.

Svo ef flugið gengur upp munum við fara á miðvikudaginn til Kagawa og síðan 23.ágúst til Osaka. Undankeppnin er 26.ágúst og úrslit þann 28. Ekki laust við að smá stress sé komið í mína..

Ég mun líklega nota thorey.net á meðan ég er í Japan. Ég smelli samt kannski myndum af með gsm-símanum og set þær hér inn. Annars koma líka líklega myndir á thorey.net. Endilega verið dugleg að kommenta eða senda mér email. Gaman að fá kveðjur.
posted by Thorey @ 07:26  

13 Comments:

At 1:22 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þórey. Gott að heyra að það gangi allt vel hjá þér. Vil bara vera snemma í því og óska þér góðs gengis á HM og vonandi gengur ferðalagið vel. Ég veit þú átt eftir að standa þig með miklum sóma.

Kv. Helga Margrét

 
At 10:48 f.h., Blogger Thorey said...

Takk kærlega Helga Margrét. Ég lofa að gera mitt allra allra besta.

 
At 1:48 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér virkilega vel !!! OG vona þetta reddist með stangirnar :)

Aldeilis gott að hafa Gumma með líka ;)

Hafðu það sem allra best og ég mun fylgjast með þér skvís !

 
At 10:28 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já gangi þér ótrúlega vel! Ég á eftir að vera límdur við sjónvarpið að horfa á þetta og veit að allir heima hugsa til þín.

 
At 11:15 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér alveg rosalega vel! Þú átt það sko skilið. Ég fylgist spennt með :)

 
At 11:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Elsku Þórey, gangi þér rosalega vel á mótinu. Mun fylgjast með fréttum af þér.

Bestu kveðjur
Erla Björk aka Hamingjuskott ;)

 
At 3:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér rosalega vel!! Mundu bara að viðhorfið skiptir öllu máli. Þetta verður stórkostlegt hjá þér :)

 
At 5:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með linsuna - flott.
Ótrúlega fallegt þarna í Japan. Virðist vera lítil mengun þar sem þið eruð.
Gangi ykkur vel og hafið það gott.
M+P

 
At 2:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sæl Þórey, gangi þér vel sendi baráttukveðjur úr Firðinum. Þú átt vonandi eftir að stökkva hátt.
Siggi

 
At 2:45 e.h., Blogger Thorey said...

Takk kærlega fyrir allar kveðjurnar. Þykir vænt um að heyra frá ykkur :)
Ég negli á það!

 
At 8:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Síðbúnar baráttukveðjur til þín!
Bjössi

 
At 4:26 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér ógeðslega vel!!!! Sendi þér alla mína strauma...
Kv, Fjeldsted

 
At 11:08 e.h., Blogger Bryndís said...


þú stóðst þig vel á HM, það var gaman að fylgjast aftur með þér á stórmóti, svo er bara að halda svona áfram og toppa það svo á Ól. eins og þú segir sjálf :).
Það væri rosalega gaman að sjá þig ef þú ert á landinu þegar krílið kemur í heiminn.
Bestu kveðjur frá okkur öllum Bryndís, Rúnar og Geirmundur Viðar

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile