the
 
the
fimmtudagur, febrúar 24, 2005
....og smá bros í lok dagsins fyrir garfield aðdáendur, þeir 2 bestu:



og svo minn uppáhalds:

posted by Thorey @ 00:59   2 comments
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
Kvart og kvein

Ég var í einhverju kvart stuði á msn í kvöld þegar ég var að tala við hana Hugrúnu. Ég væri ekki alveg að nenna öllum þessum lærdómi þegar vinir manns eru í bíó eða út á lífinu. Þá fékk ég tilbaka:

iss á banasænginni áttu aldrei eftir að hugsa: djöfulinn af hverju fékk ég ekki hærri einkunnir og lokaði mig meira af ein heima lærandi !


Nokkuð mikið til í þessu.......
posted by Thorey @ 23:55   1 comments
sunnudagur, febrúar 20, 2005
Stuð

Alveg crazy stuð helgi hjá mér já... Lærði til kl 03 á laugardagskvöldið og er búin að vera að læra í allan dag og mun læra fram á kvöld.

Þýska meistaramótið er búið. Stöng kvenna vann Carolin Hingst með 4,55, önnur varð Martina Struz með 4,40 og 3.sæti Sabine Schulte með 4,20. Þær fara því bara tvær til Madrid, Carolin og Martina.

Strákarnir stukku í dag og vann Danny með 5,75, annar varð Fabian Schultz með 5,70 sem er nýr ungur strákur en á tímabili leit út fyrir að hann mundi vinna...... 3. varð Tim Lobinger með 5,70 og 4. Björn Otto með 5,70. Richi varð svo fimmti með 5,60. Þar sem þeir eru nú 4 komnir yfir 5,70 er enn spurning hverjir fá að fara á EM.

Hér snjóar og snjóar og það er eiginlega eins og maður sé bara staddur í skíðaferð í Austurríki, snjókornin stór og trén hulin snjó.... ég er nú samt að verða þreytt á þessum vetri alltaf hreint og vil bara fara að komast til Suður Afríku. Þarf víst að bíða til 4.apríl.

Jæja farin að elda mér hakk og pasta.
Bis später....
posted by Thorey @ 17:08   2 comments
föstudagur, febrúar 18, 2005
Palli var einn í heiminum

Þá er þýska meistaramótið um helgina og ALLIR eru farnir til Sindelfingen þar sem mótið fer fram. Stöng kvenna er á morgun og stöng karla á sunnudaginn. Það verður spennandi að sjá hverjir ná efstu 3 sætum og miða til Madrid á EM.

Talandi um EM. Gauti hlaupari náði lágmarkinu og svo var Silja þegar búin að því þótt hún fari nú líklega ekki því hún þarf að keppa fyrir skólann sinn í USA. Mig langar allavega óska þeim til hamingju með frábæran árangur og geðveikar bætingar!! Það verður fjölmenni á HM í Helsinki í sumar!!!!!!!

Þar sem ég er ein á öllu Leverkusen svæðinu mun ég eyða helginni í lærdóm. Ég þarf að skrifa 2 ritgerðir og gera 1 stórt verkefni. Ufff....
Ég hef þó bílinn hans Richis og get því skroppið úr húsi ef ég er alveg að mygla. Ég hefði ekki nennt að hjóla niðrí bæ því það er skítkalt hérna þessa dagana og hnakkurinn á hjólinu er bilaður. Hallar svo mikið afturábak að það er eins og ég sitji næstum því á bögglaberanum..

En vá, æfingar ganga bara framar vonum og ég er að drepast úr harðsperrum eftir vikuna :) Mjög gaman að því :))
posted by Thorey @ 16:59   3 comments
mánudagur, febrúar 14, 2005
Góðar fréttir

Í fyrsta lagi ætla ég að óska afmælisbarninu til hamingju með daginn. Hann Albert bróðir minn er orðinn 33 ára!!

Ég fór semsagt til læknisins á föstudaginn og gekk það mjög vel. Hann hnikkti mér en á allt annan hátt en ég hef upplifað áður. Vanalega er undið upp á mann og hnikkt þannig en þessi lét mig liggja jú á hliðinni en hann tók um mjöðmina og mjóbakið og togaði í sundur. Það kom mjög þungt brak og frekar skrítið en ég held að það hafi verið mjög gott.

Ég veit ekki hvort það er bara að þessu eða útaf sprautunum að ég er betri. Ég allaveg hljóp smá spretti í dag í teygju sem togar mann áfram og fann ég ekkert til. Svo stökk ég líka en þó bara með 6 skrefum en samt 6 skrefum meira en síðustu 5 mánuði. Þetta er semsagt allt að koma!!! :)

Ég átti góðan afslöppunardag á föstudaginn eftir lækninn. Ég og Angi kíktum í kastalann fræga í Heidelberg og vorum svo í góðu yfirlæti hjá foreldrum hennar þar sem borðað var á sig gat og sofið í 12 tíma..
Á laugardaginn kíkti ég svo á Ríkeyju og co í Karlsruhe og við kíktum aðeins út um kvöldið. Við skemmtum okkur mjög vel.
Á sunnudaginn horfði ég svo á mótið í Karlsruhe og var þar mjög mikið af góðum úrslitum í mörgum greinum. Strákarnir stukku þó ekkert rosalega vel nema kannski Tim Lobinger en hann vann með 5,78. Annar varð Jean Galfione (sæti frakkinn ef þið munið eftir honum en hann hefur ekki sést frekar lengi..) með 5,70 og í 3.sæti varð Richi með 5,60. Þjóðverjarnir eru því fjórir sem hafa náð lágmarki á EM en Richi karlinn er því miður ekki einn af þeim. Hann hefur þýska meistaramótið eins og hinir næstu helgi og þá verður hann að fara 5,70 og ná 1-3.sæti. 3 fá að fara. Lars er reyndar meiddur og mun ekki keppa meira. Hann var búinn að ná lágmarkinu en meiddist núna um helgina í Donetsk í hásininni. Vonum bara að það lagist fljótt og að hann nái að keppa utanhúss.

En pointið er að ég stökk aðeins í dag!! jibbbbbbbbbbbíiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
posted by Thorey @ 20:57   1 comments
fimmtudagur, febrúar 10, 2005
Til hamingju með afmælið Silja Hrund!!!!
Stelpan er orðin 25 ára :)

Það þýðir ekkert annað en að halda áfam með lífið þrátt fyrir skellinn í gær.
Ég fer aftur til Karlsruhe á morgun til að hitta lækninn. Ég ætla síðan að eyða helginni þarna, gista fyrst hjá foreldrum Angie í Weinheim og á laugardeginum fer ég til Ríkeyjar og við kíkjum eitthvað út um kvöldið. Á sunnudeginum er frekar stórt frjálsíþróttamót í Karlsruhe (sem ég átti að keppa á... :(..) og ég kíki kannski þangað að horfa á og það er aldrei að vita nema Ríkey komi með mér. Svo verð ég samferða liðinu aftur heim eftir mótið. Stefnir semsagt í ansi góða helgi!!
posted by Thorey @ 13:58   3 comments
miðvikudagur, febrúar 09, 2005
Þýsk negatívni eða hreinskilni?

Ég fékk nokkur góð komment í dag. Ég mætti galvösk á æfingu í morgun með nýju fínu klippinguna mína.... og var einn félagi minn svo elskulegar að minnast á það að hárið á mér væri eins og hárið á mömmu hans Sebastians (sá sem býr með mér). Já já hárið á MÖMMU hans, er það já!! Ég gaf honum bara íllt auga... Svo kom annar og sagði að hárið á mér færi mér alveg rosalega vel. Er hann þá að meina að það fari mér vel að vera mömmuleg eða hvað?? hehe

Svo á eftirmiðdagsæfingunni spurði þjálarinn minn mig hvort ég væri nokkuð með bandorm. "Ha, bandorm" eða réttara sagt : "Was, Bandworm??" "Já þú borðar og borðar og æfir en grennist bara og því datt mér í hug að þú værir kannski með bandorm. Þú ættir að láta tékka á þessu" "Aha, ok...." Svo heldur hann áfram: "Þú lítur út eins og þú hafir ekki stundað neina íþrótt í heilt ár" "Já er það?" "En það er allt í lagi, þú ert að byrja að æfa núna á fullu og getur byrjað frá grunni" "Já æðislegt alveg...." Minn er ekki hættur: "Þú lítur út eins og þú sért með anorexíu" "Nei bíddu nú hægur, ertu búinn að taka eftir því að ég er í pokóttum svörtum buxum sem eru með 3 breiðar renndur á hliðunum? Ég skal mæta í öðrum buxum á morgun og þá skalltu sko dæma upp á nýtt!!"
Hann féllst á það og ég fer sko ekki í þessar buxur aftur!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
posted by Thorey @ 22:38   7 comments
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Aaaaaaarg

Ég fer ekki aftur í klippingu í Þýskalandi!! Allavega ekki á þennan stað sem reyndar á að vera mesti tískustaðurinn. OJ. Ungir krakkar sem klippa en þótt þau séu töff þá held ég að þau kunni bara ekki að klippa stutt. Eins og þið vitið er ég með stutt hár og ég ætlaði bara að láta snyrta það aðeins því það verður svo fljótt lubbalegt en neinei þá kom ég út með þessa týpísku stuttu klippingu sem er ljót. Þið vitið svona eins og allar svartar stelpur í USA eru klipptar. Klippt hátt að aftan og rakað og eyrnastutt hár í hliðunum. OJOJOJ en þetta vex nú sem betur fer frekar hratt og í næsta skipti læt ég Angie klippa mig þ.e.a.s ef maður kemur ekkert á klakann á næstunni.

En já það er búið að vera stanslaust stuð hérna í germ. Mesta stuðið er þó það að ég er farin að geta æft miklu meira. Jibbbbíííí Ég fæ þó sprautur í kvöld til að ná þessu síðasta úr mér og svo hitti ég skrítna lækninn aftur á föstudaginn (í þetta sinn fer Angie með mér, síðast náði ég engu sem læknirinn sagði. Hrikalega erftitt að skilja lækna þýsku þegar maður er ber að ofan.... ekki mikil einbeiting í gangi...hehe). Hann réttir mig af og ég giska á að viku seinna verð ég farin að spretta eins og brjálæðingur. Ég er þó búin að vera vinna alveg helling í gluteus og ég held barasta að greyið litla ætli loksins að stækka við sig...... ef það tekst eigð þið bara eftir að sjá beint strik á atrennubrautinni í sumar... hehe
posted by Thorey @ 15:42   10 comments
föstudagur, febrúar 04, 2005
Karnival í Köln

Ég skellti mér á Karnivalið með Angie, kærasta hennar og vinum hans í gær. Við vorum mætt um kl 15 í búning að sjálfsögðu..... Ég var nú ekkert sérstakt, bara mjög hallærisleg hehe. Ég var í heiðbláum sokkabuxum, hvítu stuttu blöðrupilsi, skærbleikri peysu með bleikan hatt. Mjög smekkleg!! Angie var sígauni, mjög flott og strákarnir voru einhverjar löggur.
Það var rosa stuð í bænum og allstaðar troðið en við skemmtum okkur mjög vel.

Í kvöld fara strákarnir aftur en þá er prógrammið víst eitthvað öðruvísi en þó skylda að vera í búning. Ég og Angie ætlum að fara á svona anti-karnival event sem er partý í hipp hopp klúbbi. Við ætlum bara aðeins að fá útrás á dansgólfinu.....

Strákarnir eru að stökkva í dag í Erfurt og stelpurnar stökkva í Potsdam. Ég læt ykkur vita hvernig fer.
posted by Thorey @ 10:57   0 comments
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Karlsruhe

Ég fór til Ríkeyjar í Karlsruhe á mánudagskvöld og gisti þar yfir nóttina. Það var frábært að hitta hana, Hafrúnu og Jón Geir og tala smá íslensku hérna í útlandinu. Á þriðjudagsmorguninn fór ég svo til læknisins og vægt til orða tekið var hann mjög öðruvísi..... Ég þurfti að bíða í einn og hálfan tíma til að komast að og var ég orðin frekar pirruð þegar loksnins kom að mér. Læknirninn var svo lítill naggur frá Íran sem lét mig fara úr ÖLLU nema nærbuxunum. Hann skoðaði hvernig ég stóð "bein" og snerti svo þá punkta sem hann hélt mér væri íllt í. Og já, hann hitti sko á það!! Hann sagði að ég hefði ekki stórt vandamál, bara smá skökk þarna og þarna og svo lét hann mig á hliðina og rétt haggaði við mér og sagði svo að nú ætti þetta allt að lagast. "Ach so..."
Ég gæti verið slæm fyrsta sólarhringinn. Ég á svo að hitta hann einu sinni enn í næstu viku og eftir það ætti allt að vera gott og blessað. Krossum fingur fyrir því. En í 4 vikur má ég ekki:
-hjóla á hjóli (get ekki lifað án hjólsins míns.. snökt)
-ekki synda bringusund
-ekki sitja í baðkari............

Ég fór svo til sjúkraþjálfara í Heidelberg og var hún alveg jafn skrítin og þessi læknir. Hún meðhöndlaði mig í klukkutíma og ég þurfti ekki að fara úr einni spjör!!

---------

Ég setti inn teljara um helgina og fjöldi heimsókna kemur mér verulega á óvart!!
posted by Thorey @ 14:11   5 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile