the
 
the
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
Karlsruhe

Ég fór til Ríkeyjar í Karlsruhe á mánudagskvöld og gisti þar yfir nóttina. Það var frábært að hitta hana, Hafrúnu og Jón Geir og tala smá íslensku hérna í útlandinu. Á þriðjudagsmorguninn fór ég svo til læknisins og vægt til orða tekið var hann mjög öðruvísi..... Ég þurfti að bíða í einn og hálfan tíma til að komast að og var ég orðin frekar pirruð þegar loksnins kom að mér. Læknirninn var svo lítill naggur frá Íran sem lét mig fara úr ÖLLU nema nærbuxunum. Hann skoðaði hvernig ég stóð "bein" og snerti svo þá punkta sem hann hélt mér væri íllt í. Og já, hann hitti sko á það!! Hann sagði að ég hefði ekki stórt vandamál, bara smá skökk þarna og þarna og svo lét hann mig á hliðina og rétt haggaði við mér og sagði svo að nú ætti þetta allt að lagast. "Ach so..."
Ég gæti verið slæm fyrsta sólarhringinn. Ég á svo að hitta hann einu sinni enn í næstu viku og eftir það ætti allt að vera gott og blessað. Krossum fingur fyrir því. En í 4 vikur má ég ekki:
-hjóla á hjóli (get ekki lifað án hjólsins míns.. snökt)
-ekki synda bringusund
-ekki sitja í baðkari............

Ég fór svo til sjúkraþjálfara í Heidelberg og var hún alveg jafn skrítin og þessi læknir. Hún meðhöndlaði mig í klukkutíma og ég þurfti ekki að fara úr einni spjör!!

---------

Ég setti inn teljara um helgina og fjöldi heimsókna kemur mér verulega á óvart!!
posted by Thorey @ 14:11  

5 Comments:

At 3:42 e.h., Blogger Ásdís said...

Það verður spennandi að sjá hvort þessi læknir getur eitthvað hjálpað þér.... Hljómar mjööööög spes...

 
At 6:33 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Undarlegur læknir og ekki alveg í þýsku stundvísinni;)
Það var gaman að fá þig í heimsókn, kemuru þá aftir í næstu viku?

 
At 7:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bannaði læknirinn þér ekki líka að sitja í heitum potti... muahahahahahha ;O)

 
At 2:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ég vona að þetta virki hjá þér, svo þér batni. Ég hef verið í nokkra daga í Heidelberg, rosa fallegt þarna en ömurlegt farfuglaheimili. Heyrumst Bryndís

 
At 10:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Stórskondinn læknir !! Hann hefur eflaust viljað sjá svona fallega stelpu á brókinni hehe neinei segi svona- auðvitað er ekkert að því að vera ber að ofan fyrir lækni, hann er bara að vinna sitt starf :) Hugrún

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile