the
 
the
mánudagur, janúar 10, 2005
Af hverju?

Já maður spyr sig stundum. Ég spurði mig þessarar spurningar ansi oft í dag þegar ég var í jarðarför hjá 7 ára barni. Af hverju, af hverju, af hverju??? Svarið stendur á sér á meðan tárin streyma.

Torbjorn var sonur Marcs, umboðsmanns míns. Hann veiktist af krabbameini í höfði þegar hann var 3 ára. Þá fór hann í geislameðferðir og læknarnir héldu að meinið væri alveg farið. Síðastliðið sumar veiktist hann aftur en þá var ekki hægt að beita geislameðferðinni því það hefði þegar verið gert og að beita svo sterkum lækningameðferðum á aðeins 6 ára gamalt barn, í annað sinn, hefði eyðilagt í honum heilastarfsemina. Það var því ekkert að gera nema bíða dauðans.
posted by Thorey @ 16:08  

3 Comments:

At 12:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Jiminn eini :,( ég samhryggist ykkur :( það er það eina sem ég get sagt...ég samhryggist :,(

 
At 11:43 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ef þetta væri nú eina tilvikið um óréttlæti í heiminum þá værum við heppin. Veröldin er svo uppfull af óréttlæti og grimmd að maður myndi nú bara hoppa í sjóinn ef maður tæki það allt inn á sig en ég er alveg sammála þér- svona hlutir vekja hjá manni sorg og reiði yfir því hve mikið er á suma lagt. Maður skilur ekki hvernig guð geti verið til sem lætur svona viðgangast ásamt morðum, stríði og misrétti. Ég reyndar trúi ekki á guð almáttugan heldur að í gangi séu góð öfl að ofan sem reyni sitt besta til að gera líf fólks gott en geti því miður ekki bjargað öllu. Svo er líka um að gera að trúa því að öllu lífi fylgi tilgangur og að eftir þetta líf komi annað og betra líf.

 
At 8:54 e.h., Blogger Thorey said...

Takk fyrir sætu kommentin.
Ja thetta er rett hja ther Hugrun, madur verdur bara ad hugsa svona.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile