the
 
the
laugardagur, janúar 08, 2005
Leverkusen

Þá er ég komin út aftur. Um leið og ég stíg útaf flugvellinum í Frankfurt fæ ég sólina í augun. Ég var heima í 3 vikur og sá aldrei neina sól!! Ég ætla að taka þetta sem tákn um eitthvað gott.... veitir ekki af svona táknum þessa dagana.... úfffff
Hérna er líka um 12 stiga hiti!!! :)

Ég er skráð í 4 áfanga í HÍ og ég óska sjálfri mér bara góðs gengis. Silja og Katrín eru nú samt svo elskulegar að vilja lána mér eitthvað af dótinu þeirra. Það á eftir að koma sér mjööööög vel. Ég er skráð í vatnafræði, líkindareikning og tölfræði, náttúruauðlindir og umhverfisskipulag. Ok engin stærðfræðigreining eða hell af því tagi svo ég á sjéns á að komast í gegnum þetta.

4 dagar í sól og sumar :)
posted by Thorey @ 14:22  

1 Comments:

At 12:08 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í æfingarbúðunum ! OG já eitt enn, á síðunni hi.is/~palmi , undir stundartöflur þá virðist sem umhverfisverkfræðin sé kennd núna á vorönn svo þú getur enn skipt og hætt við vatnafræðileiðindin og valið mun skemmtilegri kúrs sko ! :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile