the
 
the
föstudagur, desember 10, 2004
Weihnachtsmarkt

Ég, Angela og Sebastian (við sem búum saman) skelltum okkur til Kölnar í gærkvöldi á jólamarkað. Ég varð að taka mér smá frí frá lestri enda að rotna inn í herberginu mínu þrátt fyrir stífar æfingar. Þetta var í annað sinn sem ég geri eitthvað annað en að læra eða æfa síðan ég kom hingað í lok október. Þessir jólamarkaðir eru rosalega kósí og eru útum alla Köln. Að sjálfsögðu brögðuðum við á Glühwein en mér fannst það nú ekkert gott. Ég mundi frekar kjósa venjulegt rauðvín.



Angie, ég og Sebastian... það má alveg hlæja af húfunni minni...



Kósí andrúmsloft :)
posted by Thorey @ 13:28  

4 Comments:

At 2:42 e.h., Blogger Ásdís said...

Ummmm.... Mér finnst Glühwein æði ;) Ég hef farið á svona jólamarkað í Salzburg, München og í einhverju litlu þorpi í Bayern... Rosa kósý! En þessir í Köln eru víst þeir allra flottustu ;)

 
At 10:53 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Þýskir jólamarkaðir eru frábærir. Er búin að fara oft á markaðinn hérna í Karlsruhe. Eina sem vantar á þá er ekta snjór þá væru þeir fullkomnir;)

 
At 11:44 f.h., Blogger Thorey said...

Nei eg vissi thad ekki Dögg!! Eg er sammala ther med markadinn vid Dom, eg for a hann i fyrra og var hann aedi. Eg hef lika heyrt ad hann se mjög godur vid eitthvad chocolate factory, allavega hljomar stadsetningin vel.
Nu er bara um ad gera ad koma og heimsaekja mig og vid kikjum saman til Köln ;)

 
At 3:51 e.h., Blogger Thorey said...

Ég verð hérna alveg næstu árin vonandi... fer eftir forminu

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile