the
 
the
þriðjudagur, nóvember 23, 2004
Ég datt í Lifandi vísindi í gærkvöldi og þegar það gerist fer ég stundum í ákveðinn hugsanapakka.

Husið ykkur alheiminn, allar reikistjörnur, halastjörnur, tungl og blalblabla... . Hugsið um vetrarbrautina og jörðina. Hugsið um allar dýrategundir, homo sapiens og svo um að þið séuð virkilega til.

Finnst ykkur þið ekki mikilvæg í þessum heimi?
posted by Thorey @ 21:04  

6 Comments:

At 9:58 f.h., Blogger Ásdís said...

Þú ert allavega mikilvæg í mínum heimi því ég kíki á bloggið þitt á hverjum degi og þú styttir mér stundir ;) En ég skil reyndar vel þessar pælingar, stundum getur maður alveg hugsað sig ruglaðan...

 
At 12:59 e.h., Blogger Thorey said...

Takk fyrir það! Ég les líka þitt blogg á hverjum degi og þú ert að sjálfsögðu mikilvæg fyrir mig. Mér finnst bara stundum svo ótrúlegt að maður skuli vera til!! Og gaman :)

 
At 2:27 e.h., Blogger Hildur said...

Já það er ótrúlegt að maður sé til! En yndislegt líka eins og þú segir :o) Kveðja frá Danaveldi.

 
At 5:33 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Mér finnst frekar fyndið þegar fólk segir að það trúi því ekki að það sé til líf á örðum hnöttum.

Okkar sólkerfi : Sól til Plútó er ~ 6.000.000.000 km langt, það þykir ekkert rosalegt í vetrabrautinni okkar, bara svona sæmilegt. En málið er að það er vitað um ~ 1000.000.000.000 sólkerfi í okkar vetrabraut...og ef manni finnst það mikið þá getur maður gjörsamlega farið yfir um með því að hugsa til þess að það er vitað um ~ 1000.000.000.000 vetrabrautir!

Svo erum við að reyna spila okkur eitthvað merkileg hérna á jörðinni.

Sigurjón.com

 
At 8:35 e.h., Blogger Thorey said...

Já einmitt, við erum svo pínulítil í þessum heimi og skiptum í raun engu máli. Við erum hérna fyrir tilviljun og mér finnst við svo ótrúlega heppin að vera til. Það þarf svo margt að ganga upp til að líf sé til t.d er ein af aðal ástæðunum fyrir því að við séum hérna er vegna þess að efnasambandið H20 hefur vetnistengi milli atóma. Án þeirra mundi vatn gufa upp við lægra hitastig og því væri líklega ekkert vatn á jörðinni. Kannski við ættum heima á Mars.
Bara pæling...

Það hlýtur að vera líf annarstaðar.

 
At 8:36 e.h., Blogger Thorey said...

Já einmitt, við erum svo pínulítil í þessum heimi og skiptum í raun engu máli. Við erum hérna fyrir tilviljun og mér finnst við svo ótrúlega heppin að vera til. Það þarf svo margt að ganga upp til að líf sé til t.d er ein af aðal ástæðunum fyrir því að við séum hérna er vegna þess að efnasambandið H20 hefur vetnistengi milli atóma. Án þeirra mundi vatn gufa upp við lægra hitastig og því væri líklega ekkert vatn á jörðinni. Kannski við ættum heima á Mars.
Bara pæling...

Það hlýtur að vera líf annarstaðar.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile