the
 
the
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
Off to France :)

Á morgun fer ég til Clermont Ferrand til að heimsækja frænku mína og fjölskyldu. Ég fer með lest en ferðalagið mun taka 9 klukkutíma. Mér finnst samt miklu betra að ferðast með lest heldur en með flugvél. Ég er komin með algjört ógeð af flugvélum og flugvöllum en dýrka að sitja í lest, horfa á landið fjúka hjá og með Damian Rice í eyrunum. Það er ekki til betri lestartónlist en Damian Rice. Ég held það sé því hann er svo hugsi og er svo mikið að pæla í ástinni sem hann missti af .. Cheers honey.. cheers to your loverboy... .... I´ve got your wedding bells in my ears....

Tíminn í lestinni verður þó nýttur í lærdóm þótt ég sé með smá ógeð af lærustússi eftir þetta skýrslumaraþon síðustu daga. Ég byrjaði á sunnudagskvöld á gróðurskýrslu sem snérist um vettvangsferð sem ég komst ekki einu sinni í því ég er jú hérna í Lifrarkássu. Ég hef ekki heldur mætt i neina tíma hvað þá byrjuð að lesa í bókinni svo ég gerði 25 síðna skýrslu um vettvangsferð sem ég hafði enga vitneskju fyrir... vona að kennarinn lesi ekki bloggið mitt ;)

Markmið lestrarferðarinnar verður að lesa 3 kafla í Samgöngutækni!! Niðurstöður og ályktun fáið þið eftir helgi.

Góða helgi
L´horey
posted by Thorey @ 23:39  

6 Comments:

At 1:09 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ha ha Lifrakássu ég hef aldrei fattað þetta :) Góða ferð til Frakklands og njóttu þess að vera í fríi.
kveðja Bryndís

 
At 4:19 e.h., Blogger Ásdís said...

Bon voyage ;)

 
At 4:22 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Góða ferð og góða skemmtun:)

 
At 11:32 f.h., Blogger Katrin said...

Guten Tag! hafðu það sem allra best í France!! Ertu orðin góð eftir hina frægu TMC-pottaferð?? Við höfðum bara áhyggjur af því að við hefðum eyðilagt stangarferilinn...

 
At 11:54 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða ferð ;o)

kv. Eva Lind

 
At 8:09 e.h., Blogger she said...

Jæja hvernig var svo 3ji kaflinn í Sammaranum ??? ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile