the
 
the
þriðjudagur, nóvember 09, 2004
Ég horfði á The Shining um helgina...ein... úff hún er svakaleg! Ég horfði á Stanley Kubrick útgáfuna með Jack Nicholson og hann var alveg hrikalega góður í henni.

Ég er búin að ákveða að fara að heimsækja frænku mína í Frakklandi ekki núna um helgina heldur næstu. Það verður ljúft að fá almennilegan mat (ég er ekkert alltof góður kokkur..), sofa, sötra rauðvín og versla jafnvel eitthvað smávegis. Ég ætla að fara með lest en það tekur um 8 tíma. Ég get þá nýtt þessa 16 tíma í að læra og vinna upp eitthvað af því sem ég hef slugsað með.

Partýið ógurlega nálgast. Ég og Angela, meðleigjandinn minn, vorum að spá í að fara í svona dollarabúð og kaupa á okkur eins outfit og vera þá sama manneskjan klónuð. Roman, fyrrverandi meðbúandi, ætlar að vera með stóra klukku á öxlinni með skikkju og með hárið útum allt en það nær milli eyra og axlna á honum.

Ég held ég verði að muna eftir myndavélinni á laugardaginn.. :)
posted by Thorey @ 13:08  

2 Comments:

At 2:28 e.h., Blogger Ásdís said...

Þetta verður örugglega geggjað partý! Flott hugmynd að vera klónar ;)

Og góða skemmtun en France!

 
At 7:26 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Þú verður að setja svo myndir á netið. Þetta verður örugglega geggjað partý:)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile