fimmtudagur, september 16, 2004 |
|
Brrrrrrrr mér er svo kalt. Ég er að fara niðrí bæ (á hjóli) og ég ætla sko að fara í úlpu með trefil, vettlinga og í sokkabuxum.... samt segja þeir að það sé 20 stiga hiti... glætan!!!!!
Æfingar hafa gengið bara ágætlega í vikunni. Ég er nú samt enn eitthvað þreytt og er eins og draugur á æfingu. Ég ætla að reyna að sofa vel næstu nætur og þá ætti Monaco að reddast.
Ég var aldrei búin að segja ykkur að ég er komin með nýjan meðleigjenda. Stelpu!! Hún er reyndar um tvítugt en ég held hún sé bara fín. Hún var síðastliðið ár í Nebraska á skólastyrk en var ekki að fíla þjálfarann þar svo hún kom heim aftur. Hún heitir Angela Dies og á 6,36 í langstökki.
Þýskuskólinn er byrjaður aftur. Ég er í Grundstufe II A.... allt að koma :) Kennarinn hrósaði mér reyndar í fyrsta tímanum því ég væri farin að tala miklu meira. "Hvað gerðist?" sagði hún bara. Skýringin er sú að ég skipaði loksins fólki að fara að tala þýsku við mig og hætta með þessa fjárans ensku. Virkaði!!! |
posted by Thorey @ 14:11 |
|
|
|
|
2 Comments:
Átti alltaf eftir að óska þér til lukku með ÓL, alveg glæsilegt og var ég alltaf að blóta svíjunum fyrir að sýna ekki nóg af þér að stökkva (en var með þetta beint live á msn-inu :) )
En kannast við þetta tungumáladæmi, nýfluttur til Svíþjóðar þar sem ég kunni ekki stakt orð og allir vilja bara tala ensku við mann....
Ahh. já, betra að hafa nafnið með :)
Var sumsé frá Ragnari Frosta
Skrifa ummæli
<< Home