sunnudagur, september 05, 2004 |
|
Þá er ég komin frá Aþenu (og Brussel) og er enn á lífi. Ég held þið hafið sett met í commentum og óska ég ykkur til hamingju með það :) OG TAKK FYRIR ÞAU
Það er nú enn heilmikið á dagsskránni hjá mér. Á eftir er ég að fara að keppa á götumóti hér nálægt Köln og verður það heilmikið stuð. Á svona götumótum er alltaf spiluð tónlist í botni á meðan maður stekkur og áhorfendur eru vel með á nótunum. Ég ætla að prófa styttri stangir, ég hef verið á 4,60m löngum stöngum en held aldrei hærra en 4,40 svo ég ætla að prófa 4,45m langar stangir. Þær eru léttari að hlaupa með og hún bognar betur. Sjáum hvernig það fer....
Á þriðjudaginn held ég svo af stað til Ítalíu þar sem ég keppi á miðvikudag í Rovereto. Síðan keppi ég á Grand Prix final í Monaco þann 18.sept og síðasta mótið verður í Munster þann 23.sept. Þar keppa bæði karlar og konur þannig að það verður mikið stuð. Strax eftir mótið förum við öll í sumarkofa sem umboðsmaðurinn okkar á (Marc Osenberg) og höldum upp á tímabilið.
Ég ætla að reyna að vakna af þessum bloggdvala sem ég lagðist í eftir ÓL enda loks búin að jafna mig á spennufalli, svefnleysi og lystarleysi...... hættið að óttast, ég er farin að háma í mig eins og gámur....hehe
|
posted by Thorey @ 08:40 |
|
|
4 Comments:
Hvar er Munster? Ef það er nálægt Karlsruhe þá gæti ég kannski komið og horft á þig keppa;) vei það væri gaman
Munster er rúmlega klukkutima norður af mér svo ég veit ekki alveg hversu lengi þú ert að fara.
Hvenær ferðu aftur út?
Ég kem út 19.sept. Alveg að koma:)
Munster er 5 tima fra Karlsrhue, eg spurdi ad thvi. Vertu ekkert ad hafa fyrir thvi ad koma vid hittumst bara seinna.
Munster is in Germany and thank you for visiting my website :)
Thorey
Skrifa ummæli
<< Home