the
 
the
þriðjudagur, ágúst 03, 2004
Mótið var nú ekkert sérstakt. Það var mótvindur og því mikið af tilraunum sem fóru í að hætta við. En Toby Stevenson USA vann með 5,82, annar var Lars með 72 og svo Richi með 62. Restin felldi annaðhvort byrjunarhæð eða fóru frekar lágt.

Það er einhver hitabylgja hérna núna. Búið að vera um 30 stiga hiti í nokkra daga. Ég fíla það í botn. Um daginn lá ég út í garði í sólbaði ásamt nágranna "ömmu" minni og allt í einu byrtist hún með borð og lagði það við sólbekkinn minn. Svo var mér bara þjónað með kaffi og muffin sem maðurinn hennar hafði bakað. Hún var sjálf að bíða eftir að sonur hennar kæmi til að sækja þvottinn sem hún var að þvo fyrir hann....... einhver spilling þarna á ferð!!

Og svo fæ ég næturgest í nótt. Jillian Swartz USA verður hérna á svefnsófanum. Sem betur fer verður hún bara eina nótt. Ég er ekki að meika næturgesti svona stuttu fyrir stórmót, ég vil bara fá frið. Ekki bætir það að hún er ein að aðal keppinautum mínum, hefur stokkið 4,60 og við sláumst um sæti í Monaco í september. Topp átta fá að fara. Annars gera strákarnir bara grín af okkur stelpunum því við tökum því svo persónulega ef einhver vinnur mann en strákarnir eru allir meiri félagar en við stelpurnar. Við Jillian hljótum þó að geta skemmt okkur ágætlega.
posted by Thorey @ 11:58  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile