laugardagur, júlí 10, 2004 |
|
Ég setti saman smá skemmtilegheit um sögu stangarstökksins.
Hér má lesa það.
Annars eru úrslitin ljós. Danny vann með 5,70, Lars annar og Tim þriðju með sömu hæð en fleiri tilraunir á bakinu. Richi, vini mínum, gekk ekki vel. Stökk bara 5,40 og lenti í 6.sæti. Hann var að sjálfsögðu mjög leiður yfir því en hann var búinn að ná lágmarkinu á ÓL og þurfti bara að ná topp 3 á mótinu í dag til að fá miðann til Aþenu í hendurnar. Vá hvað þetta er svekkjandi fyrir hann. Ég er svo fegin að vera frá Íslandi og þurfa ekki að fara í svona úrtökumót fyrir ÓL. Ég bara þarf að ná lágmarki og þá er minn miði í höfn, sem hann er jú orðinn. |
posted by Thorey @ 20:29 |
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home