the
 
the
mánudagur, júlí 05, 2004
Ég keppti á Krít og eigum við nokkuð að vera að ræða það neitt nánar.... (hér)

En ég komst á ströndina í dag og vá hvað það var gott að koppla sig aðeins út úr stönginni og stressinu. Smá svona headbreak, ef mér leyfist að búa til nýtt orð. En eins og týpískur Íslendingur, brann ég frekar illa og þar á meðal í framan. Ekki stolt, ég sem er duglegust allra að bera á mig sólarvörn enda guðs lifandi hrædd við þetta blessaða húðkrabbamein. Málið var að ég átti bara til vörn númer 10 eða vörn númer 65 og getið hvora ég valdi.. Ég er með mjög slæma fæðigabletti á maganum og á bakinu sem ég set alltaf 65 vörn á en enda alltaf á því að dreifa henni á mig alla. Í þetta sinn var ég búin að kaupa heftiplástur til að setja yfir blettina svo ég gæti notað minni vörn. Núna er ég með svona hvíta ferkantaða bletti útum allan búk en brunnin á bringunni, maganum og í andlitinu. Afgangurinn af mér er nú samt bara að verða nokkuð brúnn skal ég segja ykkur.
posted by Thorey @ 22:30  

3 Comments:

At 12:28 e.h., Blogger Lára Hrund said...

Hæ Þórey...
Það er ekkert smá gaman að fylgjast með þér á síðunni þinni. Ég er komin til Íslands og er bara að æfa og æfa..... Hlakka til að hitta þig úti á ÓL!!!

 
At 8:13 f.h., Blogger Thorey said...

Hæ Lára, hvað er aftur bloggið þitt. Ég rakst einhvern tíma á link til þín en ég man ekki hvar ..
Hlakka líka til að sjá þig á ÓL :)

 
At 3:35 e.h., Blogger Hildur said...

HAHAHAHA.....ferkantaða bletti. Þú ert bara krútt....

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile