the
 
the
fimmtudagur, júlí 01, 2004
Já mín átti bara afmæli í gær, ótrúlegt en satt. Einhvern veginn finnst mér ég aldrei eiga afmæli en mér finnst alltaf vera jól.. Dagurinn var bara finn. Fór á tækniæfingu og hún gekk frekar vel. Ég hef ekki getað tekið tækniæfingu í langan tíma (mánuð) útaf hásininni svo ég er fegin að vera að komast á skrið aftur. Um kvöldið eldaði ég svo alveg svakalega góðann kjúklingarétt sem kallast Grískur kjúklingaréttur með fetaostasósu...ummmm Heppnaðist bara mjög vel og ég hreinlega held að mér sé að fara fram í eldamennsku!!!

Ég er með bíl í nokkra daga. Ég keyrði Rens og Lars útá flugvöll í morgun og fæ að nota bílinn hans Rens á meðan hann er í burtu. Ég ætla að fara út í búð og hlaða mig af mat og kaupa kannski stereogræjur svo ég geti farið að hlusta á útvarp og geisladiskana mína. Annars er ég komin með tölvu svo kannski hef ég ekkert að gera við þetta drasl. Æ, ég pæli í því.
posted by Thorey @ 12:56  

2 Comments:

At 10:41 e.h., Blogger Katrin said...

hæ elsku krútt og til hamingju með daginn í gær!! ég var að lesa viðtalið við þig í Vikunni þegar ég sá þar að þú ættir afmæli... alveg glatað gengi að muna ekki eftir því!! Hafðu það sem allra best, kv.Katy

 
At 2:15 e.h., Blogger Hildur said...

Hæ dúlla....
Endilega skelltu þér bara á græjur ef þig langar í þær...
Svo gætir þú alltaf notað bílinn til að skjótast í heimsókn til okkar :o) hahahaha, má alltaf láta sig dreyma :o) Hafðu það gott...hlakka til að heyra í þér

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile