the
 
the
þriðjudagur, júní 22, 2004
Þá er Evrópubikarinn afstaðinn og fór mótið mjög vel fram. Ég vann mína grein en mikið meira var það nú ekki. Ég fór 4,20 en reyndi svo við 4,42 sem hefði verið vallarmet. Það gekk ekki og varla við því að búast. Ég var í engu stuði, hásinin mjög slæm og kuldi og hliðarvindur... brrrrr. Þrátt fyrir að ég hafi ekki verið í miklu stuði þá fannst mér mótið sjálft mjög skemmtilegt og allt í kringum það til fyrirmyndar. Nokkuð ljóst að við Íslendingar erum full fær í að halda stórmót, kannski að Evrópumót innanhúss sé næst.

Ég get aðeins gagnrýnt einn hlut en sá hlutur er þó mjög mikilvægur. Mér fannst hreinlega skandall að rukka fólk um 1000kr við inngang. Við hreinlega misstum af góðu tækifæri til að fá fólk á völlinn og til að skapa þá meiri áhuga á frjálsum íþróttum hjá almenningi. Þurfum við ekki fyrst að gera greinina vinsælli svo fólk verði tilbúið til að borga fyrir skemmtunina? Rökin með greiðslunni voru meðal annars þau að völlurinn var leigður og þurfti að fá pening inn fyrir leigunni. Ætlið þið að segja mér að sala á 100 miðum ,í mesta lagi, geri gæfumuninn! Fámennið í stúkunum var sorglegt.
posted by Thorey @ 19:46  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile