fimmtudagur, júní 17, 2004 |
|
Við sem erum í landsliðinu fyrir Evrópubikarinn um helgina fengum viku passa í Laugar. Ég skellti mér á æfingu þar í kvöld og verð ég bara að hrósa stöðinni. Hún fær 4 stjörnur af 5. Lyftingasalurinn er stór og flottur með góðu teygjuæfinga svæði og baðstofan er hreint út sagt geggjuð. Þarna þarf maður ekki að vera berrassaður eins og í Þýskalandi og nýtur maður því alveg í botn að vera þarna. Frábært er að hafa frjálsíþróttavöllinn alveg við og sundlaugina líka. Það eina sem ég mundi vilja setja út á stöðina er verðlagið sem er allt of hátt, sérstaklega á baðstofukortunum. Þó skil ég að einhvern veginn verði að fjármagna öll þessi glæsileg heit. Einn mínus í viðbót fær lyftingasalurinn. Mér finnst aðeins of þröngt um mann, svæðið fyrir ólympískar er nánast ekkert og er það stór galli.
Í heildina er þetta alveg frábært og lang besta aðstaðan til að æfa á Íslandi. Ég hlakka til að mæta á morgun :) |
posted by Thorey @ 00:14 |
|
|
|
|
1 Comments:
Hvað með fólkið þarna? Eru þetta ekki allt einhverjir snobbarar??????
Ég myndi ekki vilja æfa þarna. Reyndar aldrei haft áhuga á neinu sem heitir World Class.....
Mér fannst Laugar líka bara bull....Allt of dýrt og allt of mikið lagt í einhver steypulistaverk af sníp og sæðisfrumum.
Annars er allt fínt að frétta....Vonandi er gaman á Íslandi...
Heyrumst, kv. Hildur
Skrifa ummæli
<< Home