the
 
the
föstudagur, júní 25, 2004
Þá er ég mætt aftur til Þýskalands en í þetta sinn er ég með tölvu með mér :) Ég er svo ánægð með nýju tölvuna mína að ég er að springa. Maður getur gert allan fjandann á henni.

Ég flaug með næturflugi frá Kef til Dusseldorf og var lent kl 6 að staðartíma. Eftir að hafa hent stöngunum í geymslu, tekið lestina heim og brölt uppí íbúð sá ég að ég var með tvo gesti. Reyndar tók á móti mér alveg hrikalega þungt loft að það lá við að ég kúgaðist. Þegar ég leit inní herbergið mitt sá ég að Hanna Mia Persson lá í rúminu mínu og Oskar Jansson á svefnsófanum..... guð má vita hvað þau höfðu verið að bralla um nóttina.... nei grín, aumingja Oskar hefur aldrei verið við kvenmann kenndur enda mjög spes gaur. En allavega, ég vakti þau og þá sá ég að Oskar var í einhverjum íþróttagalla og þar kom skýringin á loftinu. Þau lögðu af stað í dag á mót, hún til Cuxhaven en hann til Lille og Oskar ákvað bara að vera ekkert að skipta um föt.... sexyyyyy
posted by Thorey @ 17:29  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile