sunnudagur, ágúst 01, 2004 |
|
Kannski ég bæti úr leti gærdagsins snöggvast. Ég kom til baka frá London í gær. Törnin því búin í bili. Þetta er búið að vera allsvakalegt, sjö mót í 5 löndum á einum mánuði en ég náði þó ágætum árangri. Nú tekur við hvíld í dag, ótrúlegt! Ég ætla reyndar að skreppa á völlinn því það er frekar stórt mót hérna í Leverkusen. Strákarnir keppa í stönginni og fleiri skemmtilegar greinar í gangi. Það er verið að halda upp á 100 ára afmæli félagsins um þessar mundir og í gærkvöldi fór ég í einhverja matarveislu og borðaði á mig gat. Hrikalega góður maturinn.
Ég læt ykkur vita hvernig strákarnir stökkva.
|
posted by Thorey @ 09:48   |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home