the
 
the
sunnudagur, júlí 25, 2004
Þá er ég stödd heima en ég var að keppa á Meistaramóti Íslands í dag.  Mér gekk bara vel, var á mjög mjúkri stöng þar sem ég var ekki með mínar stangir með mér og var bara rétt búin að fara 4,41 með 10 skrefa atrennu sem er nánast engin atrenna.  Fór 4,20 og vann og því markmiði dagsins náð.  Við FH-ingar erum Íslandsmeistarar í liðakeppninni :)

Ég keppti líka á föstudagskvöldið í Þýskalandi.  Þar var ég á fullri atrennu en það var mótvindur.  Ég ákvað þó að prófa nýja stöng sem er þó frekar mjúk en það er stöng sem ég þarf líklega að byrja á í Aþenu.  Hún passaði ekki fyrir mig þarna og ég felldi 3x4,30 og fór því bara 4,20.  Lenti í 3.sæti en Carolin Hingst vann með 4,30 (hún fór 4,66 síðastliðinn miðvikudag).  Augljóst að við vorum ekki í stuði og mótvindurinn var ekkert mjög að hvetja okkur áfram.  En þetta var góð æfing og ég prófaði stöngina.

Ég fer svo aftur til Þýskalands á morgun en keppi í London á föstudaginn.  Síðasta mótið fyrir Aþenu verður svo í Posnan, Póllandi þann 8.ágúst en ég kem ekki heim á Bikar þetta árið heldur ætla ég algjörlega að einbeita mér að mínum undirbúningi.  Ég vona að þið skiljið það, ég mundi gjarnan vilja koma en ég tek enga sjénsa svona stuttu fyrir leika.  Til Aþenu fer ég svo 17.ágúst.
posted by Thorey @ 19:11  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile