the
 
the
þriðjudagur, ágúst 10, 2004
Noh bara læti í frjálsíþróttaheiminum. Skrítið hvað svona spjallrásir geta hleypt illu blóði í fólk. Það er ekki hægt að ræða neitt málefnalega og allir taka gagnrýni beint inn á sig persónulega. Hrikalegur andskoti. Verst að einn besti rökfærslumaðurinn okkar ætlar að hætta af því að allir verða svo fúlir og sárir. Ég og einn ákveðinn aðili vorum einmitt að ræða þetta um miðjan júlí hvernig Íslendingar verða alltaf sárir. Þetta er svo lítið og fámennt land að allir eiga að hjálpa hver öðrum. Það leiðir til þess að það er aldrei hægt að vinna neitt á faglegum nótum heldur verður allt að persónulegum greiðum eða að persónulegri gagnrýni.

Nú er bara vika þar til ég fer til Aþenu og loka undirbúningurinn í gangi. Á fimmtudag ætlum við Floe að halda svona mini mini Ól. Við ætlum að hafa smá mót okkar að milli kl 19 um kvöldið en það er sami tími og undankeppnin verður í Aþenu.
posted by Thorey @ 12:32  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile