föstudagur, ágúst 06, 2004 |
|
Fyrri degi Bikarmótisins var að ljúka og leiðir FH með 2 stigum. Morgundagurinn verður greininlega spennandi en það verður gaman að sjá hvernig Írisi muni ganga í stönginni fyrir mig.
Ég keppi ekkert fram að Ólympíuleikunum. Mótinu mínu í Póllandi var aflýst en það er svosum allt í lagi enda finnst mér ég vera búin að keppa nóg og þurfi bara smá ferðahvíld og góðar æfingar. Hlaupaformið er allt að koma til. Ég stökk í gær á æfingu á fullri atrennu og ég var að byrja á sama stað og í móti. Það er mjög óvenjulegt, vanalega er maður alltaf aðeins nær á æfingu. Tæknin mætti þó vera betri og ég vinn í henni í næstu viku.
Strákarnir voru að stökkva í Zurich og eru úrslitin hér
|
posted by Thorey @ 20:49 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home