the
 
the
miðvikudagur, ágúst 11, 2004
Það er smá breyting á plani. Ég stekk bara eins og á venjulegri æfingu á morgun en á mánudaginn ætla ég að reyna að haga þessu eins og á mót en verð þá líklega bara ein. Ástæðan er sú að Floé vill "keppa" á laugardagskvöld en það passar bara ekki inn í æfingaplanið mitt plús það að ég var búin að skipuleggja feitt djamm þá (ekki alveg.... en náði ég þér?)

Eftir æfingu í dag ákvað ég að drífa mig niður í bæ og gera eitthvað. Ég byrjaði á kaffihúsi þar sem ég keypti mér þennan huge ís og keypti mér svo geisladiskinn Best of Clannad en ég er búin að vera að leita að honum í allt sumar en hvergi fundið hann svo ég er nokkuð sátt með árangur dagsins. Einnig keypti ég mér snúru til að tengja tölvuna við nýja HI-FI ið mitt þannig að nú get ég horft á DVD í góðu sándi :) OK, NÖRD

Já ég var ekki búin að segja ykkur frá HI-FI inu mínu. Þetta er magnari með útvarpi og sourround systemi (sem ég nota ekki þó núna) og DVD spilari frá YAMAHA en hátalarana keypti ég í gegnum netið frá Orbitsound og eru klikkað góðir.
posted by Thorey @ 19:46  
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile