the
 
the
föstudagur, september 17, 2004
Ég og Angela (nýji leigjandinn) fórum í IKEA í dag. Ég dýrka þessa búð, það er svo gaman að fara þangað svo fær maður svo gott að borða líka ;) Ég keypti bara ýmislegt smádót eins og herðatré, snaga, straubretti, blóm, ruslatunnu osfrv en hún var að ákveða hvaða húsgögn hún ætlar að fá sér.. oh svo gaman!! Angela var ár í Bandaríkjunum og núna er hún eins og klippt út úr clueless bíómyndinni, ég veit ekki hvernig hún var fyrir ferðina. Hún er svona pirrandi týpa sem er lúmskt gaman að, ég fíla hana bara ágætlega.
Setning dagsins : OH MY GOD.... segir þetta ekki allt sem segja þarf!!

Á morgun fer ég til Monaco. Ég er bara eins tilbúin og ég get verið á þessum tíma árs. Ég held að þetta verði ótrúlega gaman. Við gistum á einhverju hallarhóteli alveg á ströndinni svo bikiníið fær að fljóta með ásamt smá partýfötum því það er víst flott lokahófið.. :) Þetta er reyndar stutt stopp þessi ferð og ekkert víst að það gefist neinn tími í eitthvað sólbað. Ekki ligg ég í sólbaði daginn fyrir mót eða á keppnisdaginn og svo er flugið kl 13 á mánudaginn sem þýðir að ég þarf líklega að leggja af stað á flugvöllinn um 10 = ekkert sólbað... :( kannski ég skilji bikiníið bara eftir.

Góða helgi,
Þórey

posted by Thorey @ 20:33  

3 Comments:

At 11:40 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Góða skemmtun í Monaco Þórey
Bryndís

 
At 12:45 e.h., Blogger Hildur said...

Ó mæ god....ég elska líka IKEA...maður fer aldrei tómhenntur þaðan út.

 
At 5:04 e.h., Blogger Simmi said...

Skemmtilegur bloggur Þórey og frábær árangur í sumar:-) Leist svo vel á útlitið að ég fékk það lánað á blogginn minn.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile