the
 
the
sunnudagur, október 24, 2004
Þá er "sumarfríið" á enda. Ég fékk að eyða heilum mánuði heima á Íslandi!! Gerði ýmislegt eins og hitta alla familíuna og vinina oft og mörgum sinnum. Var töluvert í skólanum og kom mér vel af stað í honum og skrapp meira að segja í smá helgarferð með Evu Lind vinkonu og við lentum jú í ýmsum ævintýrum :)

Nú er ég semsagt komin aftur til Leverkusen og finnst það bara fínt. Það verður ágætt að komast inn í rythmann minn, æfa og slaka á og læra þess á milli. Ég komst að því heima að það er töluvert álag að eiga 4 vinahópa... En jú, það er nú samt svo gaman að sötra kaffi á kaffihúsi og spjalla um allt milli heima og geima. Takk fyrir það :)
posted by Thorey @ 14:53  

2 Comments:

At 12:46 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Sælar skvísí !!

Takk fyrir frábæra helgi (07-10 okt);o)
....... og skemmtilegar stundir á klakanum

knús

Eva Lind

 
At 7:52 f.h., Blogger Hildur said...

Já það er basl að eiga marga vinahópa. En engu að síður mjög gott! Reyndar bara nauðsynlegt :o)
Gaman að heyra í þér aftur og hafðu það gott krútt!
Heyrumst fljótlega.

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile