miðvikudagur, september 22, 2004 |
|
Ég var i Monaco um helgina. Ásamt ferðinni til Donetsk er þetta eftirminnilegasta ferðin mín (fyrir utan Aþenu að sjálfsögðu). Þó staður frá hinum endanum....
Monaco er ekki raunveruleiki. Að detta þarna inn er eins og að detta inn í gerviheim eða tölvuleik þar sem leikurinn snýst um að vera sem ríkastur, í sem dýrustu fötunum, þekkja fleiri af þekktu fólki en hinn andstæðingurinn, eiga flott hús og dýran bíl. Enda er þetta draumaheimur ríkafólksins. Aftur á móti hálf hneikslar þetta fólk með jafn lítið hjarta og ég. Ég gæti aldrei búið þarna og varla verið lengur en í kannski viku. Það var þó rosalega gaman að koma þarna og fá að víkka sjóndeildarhringinn... svo lenti ég sko i ævintýri.....
Eftir mótið (fór 4,35 og lenti í 7.sæti) var Gala dinner þar sem ég var eins og hálfviti í gallabuxum. Ég hafði ekki hugmynd um þessi flottheit eins og aðrir sem voru þarna í fyrsta skiptið. Það reddaðist þó og ég var bara nógu fín. Bekele og Isinbayeva urðu kosin íþróttamenn ársins og eiga þau bæði það svo sannarlega skilið.
Eftir matinn, sem var kærkominn eftir 12 tíma svelti (borðaði morgunmat og keppti og svo var þessi verðlaunaafhending sem tók eilífð), var haldið á skemmtistaðinn Jimmiz og þar heilsaði ég upp á Albert prins ;) og fleiri ágæta menn. Berti karlinn ætlar bara að kíkja i laxveiði til Islands og ég á að lána honum græjurnar.... Umboðsmaður Juan Pablo Montoya ætlar að redda mér á tískusýningu á tískuviku í Mílanó um mánaðarmótin og á fund með fólki frá Armani.... Auðvitað kinkar maður bara kurteislega kollinum og hugsar "jæja vinur, þú segir það já. Já þú ert sko very important og æðislegur gaur, má ég koma heim með þér..." je right!!!!
En svona er semsagt lífið í Monaco. Eintóm vinsældakeppni.....
Myndir eru komnar inn á thorey.net |
posted by Thorey @ 14:44 |
|
|
|
|
5 Comments:
Smá nostalgía þegar þú skrifaðir um Rovereto... á nokkra vini sem bjuggu þar þegar ég var á Ítalíu í denn. Krúttlegur og skemmtilegur bær.
Hef annars tekið til athugunar hugmynd þína varðandi Kína 2008 ;)
Kveðja Rúna
vá hvað þetta hlýtur að hafa verið gaman... hahahaha :O) Mín bara orðin VIP!!!
Hlakka til að sjá þig á klakanum kv.Katrín
Hæ Þórey mín. Já Mínakó er sko spes, það er ekki hægt að segja annað. Ég skil vel hvað þú meinar með OH MY GOD, alveg ótrúlegt!!!
Hæ sæta.
Á ekkert að blogga?
Verður þú heima 21-30.jan 2005 þá meina ég heima á Íslandi.....
Hæpæ
Nei ég verð ekki heima þá. Ég er heima núna í smá frí og tek mér bloggfrí í leiðinni.
Ertu á leiðinni heim??
Skrifa ummæli
<< Home