the
 
the
mánudagur, nóvember 01, 2004
Gleðilegan mánudag.
Nú er bara að koma að forsetakosningunum í Bandaríkjunum og allir að spá og spögglera um úrslitin. Ég heyrði nokkuð góða umræðu hérna í útvarpinu. Einn spáði Kerry sigri í kosningunum en Bush yrði samt forseti.... Svo sagði annar að Kerry fengi líklega 51% atkvæða og Bush 52%....
Ég held það sé bara ansi mikið rétt í þessu hjá þeim.

Helgin var róleg. Ég lærði og lærði en horfði þó á eina bíómynd í tölvunni í gær. White chicks hét hún og gat ég hlegið bara andskoti mikið. En vá, þvílíkt rugl.

Það er búið að bjóða mér í partý þann 13.nóv (fékk boðskortið fyrir viku, þjóðverjar svolítið mikið fyrir að skipuleggja sig...) en þeman er framtíðin og verða allir að koma í búning annars kemst maður ekki inn (þarna kom ástæðan fyrir tímanlegu boðskorti). Hafið þið hugmyndir að búningi???
posted by Thorey @ 19:16  

4 Comments:

At 12:48 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hei girl...
ef þú bara værir hérna útaf kostningunum... ekki talað um annað, og þvílíkt stress yfir talningunni og því öllu... morgun verður andskoti spennandi!
Silja

 
At 1:07 e.h., Blogger Hildur said...

En gaman að fara í svona þema partý! Þú finnur eitthvað...Ég get ekki ímyndað mér neitt úr framtíðinni, kannski af því ég lifi í nútíðinni :o)
Annars góða skemmtun...

 
At 2:45 e.h., Blogger Burkni said...

Þú gefur liðinu bara nasasjón af þinni
eigin framtíð og mætir klædd eins og
ÓL-meistari!

 
At 6:28 e.h., Blogger Thorey said...

Hvernig klæðnaður er það??? Gæti jú föndrað medalíu úr pappír og mætt í kínakjól... en kannski frekar hrokafullt!!
Mér þætti reyndar frekar kúl að geta mætt sem menguð jörð. Vera inní stórri kúlu sem er jörðin og teikna eiturmerki....
Líka að mæta með stóra pappírsmynd af mér og vera klónuð..

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile