the
 
the
mánudagur, nóvember 15, 2004
LÖG Á KENNARA!!!

Maður eitt spurningamerki þegar horft er á forgangsröðina hjá yfirvöldum. Hugsanagangurinn nær ekkert lengra en í núið hjá þeim. Ekkert nema skyndilausnir í staðinn fyrir framtíðarúrlausnir. Nú er heldur ekki hægt að semja almennilega við kennara því þá er hætta á að ASÍ samningarnir fari allir til fjandans. Fattar fólk ekki að á bakvið kennarastarfið stendur mikil menntun og mikil ábyrgð. Kennarar hálfpartinn ala upp börnin í dag og er fólki alveg sama hverjir sjái um það starf??? Er þetta ekki starfið sem elur upp þá einstaklinga sem munu erfa landið???? Maður bara skilur ekkert í þessu liði!!!!
Ríkið verður bara að auka útgjöld til sveitarfélaga svo það sé hægt að semja um mannsæmandi laun. Neinei frekar er bútur af jökli fluttur til Parísar ásamt tonni af liði til að kynna okkar svona líka frábæra land sem er stjórnað svona líka æðislegu fólki. Svo er hugmyndaauðgin alveg gífurlega eða þannig þegar kemur að uppbyggingu. Iðnbyltingin tröllríður Íslandi þessi árin. Álver-álver-álver, þau eiga að leysa okkar vanda.... en samt er ekki hægt að borga kennurum laun og það er komin 21.öldin!!!

Ég fékk e-mail frá ákveðnum kennara sem ég þekki persónulega og er hann heldur betur svekktur:

"Þetta er búið að vera frekar skrítið haustverkfall í 7 vikur sem endaði með lagasetnigu. Ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn sár og reið þegar ég heyrði að þetta hafi verið niðurstaðan, og sama verð ég að segja um alla þá kennara sem starfa með mér. Já menntun er máttur og gildi hennar, að fjárfesta í æskunni með góðri menntun í grunnskólum og svo framvegis heyrir maður mikið þessa dagana hjá stjórnmálamönnum. En svo mikið er víst að þetta eru orðin tóm og engin er til í að gera neitt þegar að hækka á laun kennara. Viðmið launanefndar virðast vera verkamenn ASÍ og ef við mundum fá einhverja raunhæfa hækkun mundi það rugga þjóðarskútunni allverulega. En að ráðast í HUGE - framkvæmdir upp á hálendi það virðist hafa minor áhrif,hvar er forgangsröðunin og ræktun mannauðs þegar á reynir. Þinn maður Ögmundur átti góða spretti í þinginu ásamt Össuri en það var ekki nóg.Nú sitjum við kennarar eftir 7 vika verkfall með enga launahækkun,engar stríðsbætur og gerðardóm sem er búið að leggja skýrar línur fyrir og allt bendir til að úrkoman úr honum verði engu betri en MT- TILBOÐIÐ sem kennarar felldu með 93% Já Þórey mín, minni sjálfsvirðingu sem kennara hefur stórlega verið misboðið og ég efast um að ég og margir kennarar geti farið í vinnuna á mánudaginn.Það er ekki líkt mér að gerast lögbrjótur en nauðsyn brýtur lög eða réttara sagt ólög eins og við kennarar segjum nú. Mitt atkvæði í næstu kosningum verður ekki gefið stjórnarflokkunum eða mennigarmálaráðherra vorum eins og við kennarar köllum hana. Eins mun ég vandalega skoða og strika þá bæjarfulltrúa sem nú sitja úr í næstu bæjarstjórnarkostningum, því þögn er sama og samþykki og það að skýla sér bak við launanefnd er ekki ásætanlegt.Síðan bitnar öll reiði foreldra á okkur kennurunum og þurfum við sífellt að vera að verja okkar vinnutíma og kjör."

Það er greininlegt að kennurum finnist hreinlega að það hafi verið valtað yfir þá. Þetta er sorgleg staða í samfélaginu okkar. Mig dreymdi alltaf um að vera kennari þegar ég var lítil og var byrjuð með litla bróður í skóla þegar hann var 4 ára.. jájá var með skólastofu með krítartöflu og gamlar lestrarbækur frá mér. Sama hvað ég eltist stóð ég alltaf við drauminn með það samt í huga að þegar ég yrði komin á vinnumarkaðinn væru launin pottþétt komin í lag svo ég þyrfti nú ekki að hafa áhyggjur af því. Námsáætlun mín breyttist þó snöggt þegar ég byrjaði í stangarstökki og fór að búa um víða veröld. Ég er orðin 27 ára, ekki enn komin út á vinnumarkaðinn og laun kennara ekki mannsæmandi.

Ég veit að þessi ákveðni kennari mætti ekki í skólann í dag.
posted by Thorey @ 21:57  

2 Comments:

At 12:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já ég öfunda ekki kennara af þeirri stöðu sem þeir eru komnir í. Hins vegar eru þeir ekki að fá of mikla samúð í samfélaginu þegar fólk heyrir að það sé að biðja um launahækkun upp á tugi prósenta. Hvað með allar hinar launastéttirnar í landinu, kennarar eru ekki þeir einu sem eiga að fá hærri laun. Annars finnst mér þetta bréf sem þú birtir ekki vera til að auka álit fólks á kennurum- vonum allavega að þessi aðili kenni ekki íslensku vegna margra stafsetningavillna í þessu stutta bréfi.

 
At 2:22 e.h., Blogger Thorey said...

Mér sýnast þetta nú bara vera mest fljótfærnis innsláttarvillur enda átti þetta ekkert að fara á netið. Ég hefði nú mátt laga það sjálf!

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile