the
 
the
sunnudagur, nóvember 14, 2004
Ég fór í þemapartýið í gær sem margir höfðu beðið eftir með mikilli eftivæntingu.



Getið hver ég er??

En jæja. Ég verð nú að segja að ég hef nú oft farið í skemmtilegri partý en þetta. Ég skemmti mér þó vel en mér sýndist restin af liðinu ekkert vera neitt ofurhresst. Mér hreinlega fannst fólk vera hálf frosið. Þetta var í litlum sal og dansgólfið var svona þar sem allir voru en þó ekki dansandi. Nema ég..
Angela sagði mér að þjóðverjar dönsuðu eiginlega aldrei. Ég á hreinlega erfitt með að trúa því, hvernig er hægt að dansa EKKI?? Jú jú það voru nú einhverjir sem dilluðu rassinum en jafnast ekkert á við gott TMC partý þar sem sungið er og dansað við "traustur vinur, getur gert..kraftaverk.. dudududuuuuu. Enginn veit.. fyrrr en reynir á"... ohhhh geðveikt!!

Svo var ég komin heim kl 2. Hvað er það? Ég fór bara í tölvuna og að sjálfsögðu hitti maður kæra msn-inga þar.

Ég set líklega myndir inn á thorey.net bráðum. Ég læt ykkur vita.

Hér kemur þó önnur af mér og Angelu.



posted by Thorey @ 16:35  

4 Comments:

At 7:23 e.h., Blogger Rikey Huld said...

Auðvitað jafnast ekkert á við gott TMC partý:) En geggjaður búningur

 
At 8:41 f.h., Blogger Ásdís said...

Geggjaður búningur en ég er samt ekki alveg að fatta :/

 
At 10:23 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

úllallla ! gaman að fá að klæða sig upp í búning :) En ég verð að viðurkenna að ég veit ekki hver þú varst ?? En iss, hafa þjóðverjarnir ekki bara verið of edrú fyrst þeir nenntu ekki að dansa. Hægt er að fá stífasta og feimnasta fólk út á dansgólfið eftir nokkra bjóra !

 
At 11:54 f.h., Blogger Thorey said...

Nei þessir þættir eru ekki sýndir heima en þó margir sem redda sér þeim af netinu. Þetta er úr teiknimyndasögunni Futurama og ég er Leela..

Varðandi dansinn þá held ég að fólk hafi alveg verið búið að fá sér nokkra. Vanalega get ég nú alveg sleppt mér þótt ég sé edrú og jafnvel stíf á köflum

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile