the
 
the
fimmtudagur, nóvember 11, 2004
Úfff ég byrjaði daginn kl 03:30 með því að keyra Richi og Rens útá flugvöllinn i Düsseldorf. Í staðinn fæ ég að hafa bílinn hans Richis í 3 vikur eða á meðan þeir félagar eru viku í Jonsborugh þar sem fullt af amerískum stangarstökkvurum æfa. Síðan fara þeir í tvær vikur til Hawaii því Ty Harvey (stangarstökkvari) og Amy Acuff (hástökkvari)eru að fara að gifta sig. Vá hvað ég væri til í smá sól, sumar, honolulu bol og flippfloppa.

Ég skrapp svo til Siegen í dag í sjúkraþjálfun. Þetta er 130 km í burtu en ég var þó bara klukkutíma á leiðinni þangað. Á bakaleið var ég á rush-hour og þegar ég beygði af A4 inn á A3 var rosa umferðarteppa. Ég ætlaði því að vera rosa sniðug með því að hætta við að fara inn á A3 og hélt áfram og endaði svo á því að villast og þegar ég vaknaði til lífsins og fór að þekkja til fattaði ég að ég hefði einfaldlega farið aftast í röðina.. komin semsagt á A3 en svona 10km aftar en ef ég hefði beygt inn á i upphafi. Svona er maður gáfaður já!!

Talandi um gáfur, ég held þið verðið að kíkja á þetta!!
posted by Thorey @ 21:24  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile