the
 
the
mánudagur, nóvember 22, 2004
3ji kaflinn í Sammaranum!!!

Veistu, stundum skil ég ekki heldur vini mína.... SHE viltu þýða s´il vous plait (eða er ég kannski ein sem skil ekki, vá það væri pína)..

En allavega, ég lifði af lestarferðalagið og það sem meira er, ég náði öllum lestum og komst leiða minna. Það leit reyndar ekkert mjög vel út í byrjun. Ég var semsagt á leið frá Lev (Lifrarkássu nafnið á TMC-Katy heiðurinn af) til Kölnar þegar ég ákvað nú að kíkja á miðana mína. Það er reyndar mjög óvenjulegt að ég kíki á miða og hvað þá að ég kíki rétt á miðana (orsökin komin fyrir fjölda klúðursferða). En jæja, leit á miðana og sá að ég átti ekki pláss fyrr en næstu helgi!! Ég sagði við kelluna, sem seldi mér miðann, að ég vildi fara núna en þýskan mín er greinilega ekki orðin nógu góð :( Það gat ekki verið að hlutirnir gengu áfallalaust fyrir sig, bara gerist aldrei hjá mér.. (og kannski ekki heldur hjá Sigrúnu Fjeldsted, en þess má geta að hún er mun verri..;)...). Það var bara um eitt að ræða, breyta miðanum í snatri en ótrúlegt en satt hafði ég lagt af stað tímanlega en þó var ég í mikilli tímaþröng því raðirnar í þjónustucenter eru alltaf alveg hrikalega langar. Ég tróð mér fremst með þeirri afsökun að ég væri að fara til "Frankreich und mein zug fehrt gleich" og stelpu greyið, sem var útgrátin, sagði bara já ok ég er þegar búin að missa af minni. Restin af röðinni (20m) gáfu mér MJÖG illt auga. Afgreiðslukellan var nú ekkert á því að hjálpa mér og fórum við bara hálfpartinn að rífast. ÞJÓÐVERJAR ERU MJÖG STÍFIR reglan sannaðist enn einu sinni. Hún vildi að ég borgaði meira og ég tók þá fram peninginn. Hún var nú samt ekkert á því að hætta að tauta. Þá sauð á mér næstum því og ég hreytti út úr mér á minni fallegu þýsku sem er með enn fallegri framburð: "ich betzale ja, hier ist das geld" Ég var sko þegar búin að borga 210 evrur fyrir miðann og þarna bættust við 40 evrur svo það er nú ekkert ódýrara að taka lestina.

En Damien Rice var kominn á fóninn áður en langt um leið og lærdómur kominn á fullt. 2x4 tímar í lest (skipti um lest í París) er þó fullmikið og bílvekin var orðin ógurleg þegar ég loks komst til Clermont.

Hjá Hildi frænku borðaði ég svo á mig dyragætt. Hildur er snilldarkokkur. Hún á líklega allar uppskriftarbækur sem hafa verið gefnar út á Íslandi og maturinn hennar bragðast betur en matur Sigga Hall og Olivers til samans. Ég fékk til dæmis önd í appelsínusósu og geggjaðan indverskan pottrétt. Já ég var sko í góðu undirlagi...... ég meina sko yfirlæti....(smá einkahúmor)..

Takk fyrir mig Hildur :)
posted by Thorey @ 21:57  

5 Comments:

At 5:38 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hahaha..já þú ert nú bara lukkunnarpamfíll miðað við mig Þórey mín:) Kveðja, Sigrún.

 
At 6:57 e.h., Blogger she said...

Muahhahahaaaaaaaa ertu ekki að grínast ????
"3ji kaflinn í Sammaranum" = Þriðji kaflinn í Samgöngutækni !!!! Þórey mín aðeins að vera á tánum..... :O)

 
At 8:53 e.h., Blogger Thorey said...

ó

 
At 6:01 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

s´il vous plait þýðir það sama og bitte á þýsku ;-) ef mig misminnir ekki.

Kalli, vinur Rakelar

 
At 6:04 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

s´il vous plait er það sama og bitte á þýsku held ég.

Kalli, vinur Rakelar

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile