the
 
the
sunnudagur, desember 05, 2004
2. í aðventu

Já jólin nálgast. Ég fór í jólaskrautsleiðangur um daginn og fann bara seríu sem var glær. Í öllu Leverkusen var bara til glær jólasería. Ég sé heldur hvergi litaða seríu í glugga. Þetta virðist ekki vera "inn" hérna. Mér finnst marglituð flottust en ég lét mig þó hafa það og skellti þessari glæru í gluggan. Betra en ekkert.

Rens og Richi komu frá Hawaii í gær sem þýðir að ég er aftur orðin bíllaus. Ferðin var víst algjört ævintýri eins og ég get nú vel trúað. Þeir fóru meðal annars að skoða stjörnuskoðunarstöðina. Hún er í rúmlega 4000m hæð og var rétt liðið yfir Richi þarna á toppnum. Það þurfti að koma með súrefniskút handa honum svo hann dytti ekki niður. Það var mjög spes að skoða myndirnar og sjá fullt af myndum af ströndinni, þá á skýlunni einni fata og svo allt í einu snjór, fjallagalli og súrefniskútur. Ég verð hreinlega að fara þangað einn daginn.

Lærdómurinn hefur rok gengið. Sammara glósurnar hennar Silju eru hreinlega að bjarga vetrinum hjá mér.... eða það kemur í ljós...
posted by Thorey @ 22:59  

3 Comments:

At 3:54 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Það er einhver ástæða fyrir því að fólk sem heimsækir Ísland um jól segir að íslensk jólaljós minnni sig á rauðu hverfin... Skemmtilegt bogg, keep up the good work

 
At 12:42 e.h., Blogger Hildur said...

ég er sammála með marglitu seríurnar hinar eru bara ekki eins jóló!
Við keyptum samt eina marglita í þýskalandi í nóvember, reyndar á landamærunum.....
Danir eru líka mikið fyrir einlitar seríur...
Gangi þér vel í lestrinum. Ég byrja í prófi á morgun...best að fara lesa...heyrumst

 
At 6:00 e.h., Blogger Thorey said...

Takk fyrir commentin en hver er þessi nafnlausi?

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile