the
 
the
fimmtudagur, nóvember 25, 2004
Alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi

Að minnsta kosti ein af hverjum þremur konum verður fyrir ofbeldi, nauðgun eða misnotkun á ævinni. Svo er einnig sagt að kynbundið ofbeldi er talið vera einn af aðal heilsufarsvandamálum kvenna í dag!
25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn kynbundnu ofbeldi. Þessi dagur var valinn til minningar um Mirabal systurnar frá Dóminíska lýðveldinu en þær voru teknar af lífi vegna skoðanna sinna á 7.áratugnum. Þær voru þekktar sem "The Unforgettible Butterflies" og urðu táknmynd um afnám kynbundis ofbeldis um alla Rómönsku-Ameríku.

Ég gerði nú samt ekkert sérstakt í dag. Sótti um að fá að taka fjarpróf, þ.e að taka lokaprófið í Samgöngutækninni hérna úti. Ég hélt reyndar fyrst að ég þyrfti að fara alla leið til Brussel til að taka prófið en prófstjórinn sagði mér í dag að ég gæti jafnvel fengið að taka það í æfingahöllinni minni en ég yrði að finna einhvern ábyrgan til að sitja yfir mér. Þvílíkur munur ef þetta getur orðið. Ég er reyndar í svona nettu stress kasti útaf prófunum mínum en ég er langt í frá búin að læra nóg í vetur. Svolítið erfitt að æfa tvisvar sinnum á dag, sjúkraþjálfun 2-3 sinnum í viku og þá stundum að keyra í 1 og 1/2 tíma aðra leið til að fara í trítment, þýskuskóli 2 sinnum í viku, elda, kaupa í matinn og taka til eftir 2 sóða-óþekktarunglina...(nei þau eru ekki svo slæm greyin).
Vistfræði prófið tek ég svo heima. Ég hef nú ekki enn opnað þá bók né lesið staf í því námskeiði. Ég hef þó skilað verkefnunum og lært í kringum þau. Ég mun líklega hafa viku til að lesa undir prófið... fooooooooooooooooooooooookk


posted by Thorey @ 22:10  

2 Comments:

At 8:17 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gangi þér vel í lærdómnum og prófunum. Og mundu að maður lærir með rassinum ;)

Vigdís

 
At 8:29 f.h., Blogger Thorey said...

Endilega kenndu mér að læra með rassinum!! Þá getur hann lært fyrir vistfræðina og hausinn fyrir samgöngutæknina :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile