the
 
the
miðvikudagur, desember 01, 2004
Löppin

Vá hvað löppin er miklu betri. Alveg ótrúlegt. Samt var þetta nú ekki cortison sprauta heldur bara eitthvað náttúrulegt eins og maurasýra. Þjóðverjar eru mjög hrifnir af sprautum og stinga bara hér og þar svona af og til. Það fer ein saga af þessum lækni sem sprautaði mig. Hann er um fimmtugt og er gamall frjálsíþróttamaður sem er enn að æfa. Fyrir c.a 6 árum var hann að skokka í upphitun með nokkrar sprautur í öðrum buxnavasanum. Svo byrjar hann að skokka en er eitthvað íllt í hnénu. Dregur fram sprautu og skellir í sig. Eftir aðra 100m var honum enn íllt og dró hann fram þá næstu og splash. Þetta gerði hann þar til hann hafði hitt á rétta staðinn og verkurinn var farinn. Þá voru dregnir fram gaddaskórnir.
posted by Thorey @ 13:16  

2 Comments:

At 7:26 e.h., Blogger Thorey said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 11:02 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að hafa mynd af þér á síðunni. Mér þætti nú samt skemmtilegra að sjá allt andlitið en ekki bara hálft ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile