the
 
the
miðvikudagur, desember 08, 2004
Draumar

Síðastliðnar nætur hef ég ekki sofið sem skyldi vegna lesturs. Sef því frekar laust en upplifi hin ýmsu ævintýri í draumunum (maður man drauma aðeins þegar maður vaknar upp í þeim). Um daginn dreymdi mig Pearl Harbor eða í draumnum hét þetta Pearl Harbor...sko, mín útgáfa... Um kvöldið áður hafði ég verið að skoða myndirnar hans Richis frá Hawaii (og Pearl Harbor) og einnig ræddum við mikla pólitík.

Draumurinn var þannig að það voru 2 risastór skip, eitt með ríku fólki og hitt með venjulegu fólki. Ég var í því seinna og var að vinna í eldhúsinu. Svo er talið niður og allir bíða eftir dauðanum en það átti að eitra fyrir okkur. Ég sá glugga og smeygði mér út og synti eða flaug í loftinu þar til ég lenti á jörðinni hjá hinu skipinu. Ég var semsagt sú eina sem lifði af. Stuttu seinna komu allir úr mínu skipi en þeir áttu ekki að deyja fyrr en eftir 4 mánuði. Þar hitti ég eitthvað fólk sem ég þekkti. Ég skammaðist mín samt rosalega og var svarti sauðurinn í hópnum því ég gat ekki tekið dauða mínum heldur flúði. Ég var samt svo reið allan drauminn því mér fannst svo ósanngjarnt að við, þessir venjulegu, áttum að deyja en ekki ríka fólkið...... (Spurning hvort þetta sé dulin minnimáttarkennd eða öfund...hvað segir sálfræðingurinn??)

Svo er mig alltaf að dreyma að það er ekki pláss fyrir tennurnar í efri gómnum hjá mér og í eitt skiptið molnaði einn jaxl og í annað skipti fóru frammtennurnar í kross og vá þvílíkur sársauki sem ég fann!!

P.s Hef í raun ekki mikið að segja, bara að reyna að sleppa við lestur.....
posted by Thorey @ 18:13  

5 Comments:

At 8:43 f.h., Blogger Ásdís said...

Láttu mig kannast við svona tannavitleysu! Ég hef sko alltaf verið rosalega paranoid yfir tönnunum í mér, tók einu sinni upp á því að mæla framtennurnar einu sinni í viku í heilt ár til að athuga hvort þær væru að eyðast!!! En svo er mig alltaf að dreyma að allar tennurnar séu að molna og detta úr... Þetta er á við verstu martraðir sko!

 
At 11:42 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vissiru það að framtennur í draumi tákna börn. Þig var bara að dreyma fyrir barni vinkonu þinnar :)
Kær kveðja Bryndís

 
At 1:11 e.h., Blogger Thorey said...

Já er það, ég veit voða lítð um draumaráðningar en mér finnst draumar samt mjög áhugaverðir og gaman að vita ef þeir merkja eitthvað.

En wow, mæla framtennurnar í eitt ár... hehehehe. Ég varð reyndar líka frekar paranoid yfir tönnunum í mér eftir að ég var með spangirnar (17 ára). Fyrsta sem ég fór að taka eftir voru tennurnar í fólki. En ég gekk nú aldrei svo langt að fara að mæla þær....

 
At 6:04 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Einhver sagði mér að draumar um tannavesen, það að vera með of margar tennur eða hafa þær á vitlausum stöðum táknaði erfiðleika eða veikindi hjá einhverjum nákomnum. Sel það ekki dýrara en ég keypti það...

Sálfræðin segir samt að draumar séu ekkert annað en leyfar af hugsunum en mér finnst persónulega alltaf gaman að pæla aðeins í þeim :)

Hafdís Ósk

 
At 6:35 e.h., Blogger Thorey said...

Úff ég vona þá að draumar séu bara leyfar af hugsunum frekar en að tannadraumarnir merkji eitthvað...

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile