sunnudagur, desember 12, 2004 |
|
3. í aðventu!!
Helgin var bara furðu góð. Ég var í prófinu mínu í Samgöngutækni á laugardaginn og gekk það nú líka bara svona rosa vel :) Enda var ég búin að læra eins og brjálæðingur fyrir þetta. Ég hef þó mun meiri áhyggjur af næsta prófi sem er bara eftir 8 daga og í millitíð er heimför sem tekur ansi mikinn tíma með öllu því stáelsi sem því fylgir. Ég kláraði þó eiginlega allar jólagjafir í dag en ég skellti mér aftur á jólamarkaðinn í Köln, í þetta sinn við Köln Dom. Á jólamörkuðunum er hægt að kaupa allskonar þýskt delikatesse sem er tilvalið í jólagjafir handa ömmum og öfum (þau eru nú ekki svo tæknivædd að þau lesi bloggið mitt þ.a ég hef engu kjaftað...).
Umm ég eldaði svo góðan kvöldmat í kvöld. Ég kippti með mér andabringum þegar ég fór frá France og uppskrift frá meistarakokkinum sjálfum og ég held hreinlega að þetta hafi bara heppnast vel. Ég eldaði semsagt önd í appelsínusósu með gratineruðum kartöflum!!! Ég held að ég sé öll að koma til í eldamennskunni, ótrúlegt en satt......
Jæja, nú er bara um að gera að fara að ráðast á Vistfræðina. Ekki seinna að vænna....
|
posted by Thorey @ 20:48 |
|
|
|
|
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home