the
 
the
þriðjudagur, janúar 25, 2005
Féló

Já það er bara rífandi gustur í félagslífinu hjá mér hérna. Það var mikið!! Mary er semsagt stödd í Germ-maníu og það er bara varla stoppað. Á laugardaginn fórum við útað borða með Christine á indverskan stað í Köln og það var geggjaður matur þar. Í gær fórum við stöllur svo til Kölnar og eyddum þar öllum deginum í rólegheitunum. Í kvöld er ég svo að hitta Christine, Tine (vinkona Christine), Sophiu (langstökkvari 6,70) og Alinu (kærasta Tims) heima hjá Alinu en hún ætlar að elda fyrir okkur. Það væri nú ekki verra ef maður kæmist inn í svona fínan vinkonuhóp.
Á fimmtudagskvöld er svo "After Work" partý á einhverjum skemmtistað. Þetta byrjar kl 18 og er búið um 00. Við mætum nú bara um 20, það er alveg nóg!
Á mánudaginn er svo planið að fara til Karlsruhe en þar býr Ríkey þessa stundina. Ég á nú eftir að fá já frá henni en ef ekki þá fer ég bara til foreldra Angie en hún verður heima. Málið er nefninlega að ég er að fara til læknis á þriðjudagsmorguninn í Karlsruhe. Þetta á að vera einhver undra læknir sem Angie heimtaði að ég mundi hitta.

Semsagt meira en nóg að gera!!!
Ég skal reyna að gleyma ekki að ég er í 4 fögum frá HÍ svo það er eins gott að gleyma ekki lærdómum í öllu þessu fjöri ;)
posted by Thorey @ 15:14  

5 Comments:

At 8:56 f.h., Blogger Ásdís said...

Mér finnst alltaf jafn fyndið þegar ég sé skrifað Sophia (langstökkvari 6,70)... Ef hún væri bara Sophia (langstökkvari 4,10) væri hún þá alveg off og fengi ekki að vera memm?? Það væri ótrúlega fyndið, svona snobb gagnvart lélegum íþróttamönnum... Hehehhe

 
At 10:30 f.h., Blogger Rikey Huld said...

Þórey þú ert velkomin til mín hingað til Karlsruhe. Hlakka til að sjá þig;)

 
At 12:10 e.h., Blogger Thorey said...

Takk Ríkey, ég hlakka líka til :)

Já Ásdís ég er sammála þegar þú hugsar það á þennan hátt ég skrifa þetta þó í sviga svo aðrir frjálsíþróttamenn hafi kannski hugmynd um hver hún er eða þá hvernig lífi hún lifi. 6,70 þýðir bara að hún er að æfa á fullu og gerir ekkert annað, svona eins og ég...

 
At 12:25 e.h., Blogger Ásdís said...

Hehehe... Ég ætlaði nú ekki að hljóma eins og ég væri að gagnrýna þig, finnst þetta bara fyndið ;) Svona eins og maður myndi segja Nonni (rafmagnsverkfræði, meðaleinkunn 8,5)... hehehe

 
At 1:27 e.h., Blogger Thorey said...

hehehehehehe já þetta er í raun fáránlegt!! :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile