the
 
the
föstudagur, janúar 21, 2005
Fréttir

Það er ansi mikið að frétta en ég hef verið hálf löt við að skrifa hérna. Ég hef ákveðið að keppa ekkert innanhúss þ.s ég hef ekki náð að undirbúa mig sem skyldi. Ég ætla frekar að einbeita mér að utanhússtímabilinu og vera þá í þrusu formi. Ég fékk eitthvað í hamstring strax eftir síðasta tímabil og hef ekki náð að jafna mig nógu vel.

Ég er með næturgest næstu vikur. Mary Sauer frá USA er hjá mér en hún er að fara að keppa á nokkrum mótum hérna í Þýskalandi og æfir þar á milli í Leverkusen. Hún er mjög fín og okkur kemur vel saman. Hún var að keppa í Wuppertal í dag þ.s Monica, vinkona mín frá Póllandi, stökk 4,50 og braut framtönn þegar hún kom niður á ránna. Önnur varð Mary með 4,30. Strákarnir mínir keppa svo allir á morgun í Dessau en það verður athyglisvert að sjá hvernig það fer. Tim Lobinger er að prófa nýja tegund af stöngum, Richi og Danny skiptu um þjálfara í haust og Lars er því einn hjá Leszek (ásamt mér og öðrum ungum strákum). Björn Otto skipti líka um þjálfara og er búinn að vera að æfa með Tim í allan vetur. Rens er fluttur tilbaka til Hollands og er hættur hjá Leszek. Hann keppir ekkert strax.
Gaman að sjá hvernig þeir koma undan öllum þessum breytingum.

Eins og þið vitið þá var ég á Lanzarote og mun koma með smá pistil um þá ferð á Thorey.net ásamt nokkrum myndum. Kíkið endilega hér
posted by Thorey @ 22:16  

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile