fimmtudagur, janúar 27, 2005 |
|
Hitt og þetta
Það var bara alveg ágætt í matarboðinu. Ég tók að mér að elda næst bara svona til að tryggja að mér yrði boðið aftur.... hehe
Það var auðvitað bara töluð þýska og þufti ég því að hafa mig alla við allt kvöldið til að hanga inní samræðunum. Það gekk bara alveg ágætlega. Fyrir ári hefði ég alveg eins getað verið heima. Gaman að finna framfarirnar, ég hefði verið ansi áhyggjufull yfir heilasellunum í mér ef ég hefði ekki fundið þessar framfarir.....
Ég lét kíkja á lærið í gær og læknirinn skoðaði það með ómtæki. Hann sá hvorki merira né minna en 3 tognanir. Ein í rassinum, ein efst í ham útá hlið og önnur frekar neðarlega í hamnum. Auðvitað skellti hann í mig nokkrum stykkjum sprautum og gaf mér tíma fyrir næstu sprautur. Ég ætla reyndar að fara til Karlsruhe að hitta þar annan lækni þrátt fyrir þessa skoðun í gær. Ég vil gjarnan heyra hvað sá hefur að segja. Hingað til segja allir sitthvort, læknar og sjukraþjálfarar, svo hví ekki að fá enn eitt álitið.
Jæja ég er farin í aquajogging og að ná í nýja símann minn!! veiveivei loksins ætti ég með prepaid draslið og fékk mér samning og að sjálfsögðu fékk ég þá nýjan sima á 4000 kr. Og hann er geggjaður!!!
|
posted by Thorey @ 09:21 |
|
|
2 Comments:
Sæl Þórey
Gaman að heyra að þýskan er að koma, ég vona að þú sért farin að tala þýsku við þjálfarana þína ( smá grín )
Verra að heyra með lærið á þér sumir láta nú nægja að togna á einum stað. Sé að þú ert farin að hlaupa í vatni það gerir þér gott. Vona að þessi töfralæknir geti eitthvað gert fyrir þig. Hér hafa það allir gott og eru að komast í ágætis form. Við fylgjumst þér og vonadi lagast þetta fljótt.
Kveðja
Heiða og co.
Takk fyrir kveðjuna Heiða.
Já ég vona að eitthvað gerist í Karlsruhe en annars er lærið mun betra af þessum sprautum. Spurning þó hvað það endist lengi. Ég trúi þó ekki öðru en að þetta lagist fljótlega.
Skrifa ummæli
<< Home