the
 
the
þriðjudagur, nóvember 25, 2003
Stökkæfingin gekk bara vel í gær. Leszek er reyndar með smá áhyggjur, honum finnst ég í of góðu formi núna..... Spurning hvort ég sé að toppa á vitlausum tíma!!! Nei bara gaman að hann sé með þessi comment, hann segir þau með glotti. Ég er bara ánægð með að þetta gangi svona vel. Ég færði mig á 10 skrefa atrennu og fór 4,10 og var mjög nálægt 4,20. Kannski fiskurinn sem hundurinn fékk hefði hjálpað mér yfir hefði ég fengið að borða hann....

En á seinni æfingunni í gær hljóp ég 6x30m með rafmagstíma (pælið frjálsíþróttanördar, það er uppsett rafmagstímatæki og tekur 2 mín að ræsa það) og ég tognaði eitthvað í hamnum :( Þetta er þó bara létt tognun og ætti ekki að taka langan tíma fyrir töframennina þarna að laga það.

Svo var ég tekin í dóp test í gær. Annað testið á 10 dögum. Það gekk nú ekkert myljandi vel. Fyrst gat ég pissað alveg feiki nógu en þá mældist eðlismassinn of lár. Ég reyndi aftur eftir æfingu og þá náði ég 70ml en það þarf að ná 75ml. Gerðum þá hlé og ég borðaði spínatkássuna með bræddum osti sem ég hafði pantað frá ítölskum veitingastað. En viti menn, brunaæfing í húsinu þurfti þá að hefjast!!! Á endanum hafðist þetta þó allt saman og dópfólkið gat haldið heim á leið eftir 6 tíma process!!
posted by Thorey @ 22:06   1 comments
sunnudagur, nóvember 23, 2003
Jæja þá er ég komin af hundavakt. Já ég sagði hundavakt. Hjónin á bænum skruppu frá í kvöld í tvo klukkutíma og ég var beðin um að passa hundinn, "He thinks it´s so boring to be alone" Haldið það sé nú spilling. Fiskurinn minn góði sem ég kom með að heiman var eldaður í hádeginu. Það þurfti að skilja eftir smá bita handa HUNDINUM!! "Oh, he really likes fish" segir bannsetta kerlinginn....... og hann var eldaður í fati í ofni í rjóma- og hvítvínssósu!!!

Ég fór á blakleik í gærkvöldi. Ég hef nú aldrei gert það áður svo þetta var svona nýtt uplevelse. Ég skemmti mér bara mjög vel þrátt fyrir að liðið mitt tapaði 3-0. Það kom til mín maður frá félaginu (Bayer Leverkusen) og spurði: "Are you Thorey" og ég svaraði "I´m one eighty one"....... aðeins að misskilja

Eftir blakleik var kíkt í stadtmitte (ég er orðin svakaleg í þýskunni...) Köln en ég hef ekki farið þangað áður. Við vorum bara allnokkur úr hópnum mínum sem fórum á röltið. Þvílíkur mannfjöldi, það var eins og 17.júní á Íslandi og þau sögðu að þetta væri svona öll fimmtudags-, föstudags- og laugardagskvöld. Að lokum fórum við á stærðarinnar diskó og mér tókst að dansa mig til dauða eins og alltaf þegar ég kíki á næturlífið.
posted by Thorey @ 22:57   0 comments
föstudagur, nóvember 21, 2003
Hvað gerir Ísland svona spes??
Meðal annars þetta:

Ekið á kött á Sogavegi

Lögreglunni í Reykjavík var tilkynnt í kvöld að ekið hefði verið á kött á Sogavegi og þegar lögreglumenn komu á vettvang lá þar dautt hræ. Að sögn varðstjóra hafði greinilega verið ekið yfir dýrið. Hann sagði og nokkuð algengt að lögregla væri kvödd til þar sem ekið hefði verið á og yfir ketti og önnur dýr.

Ég kemst online eftir 2 daga Spánarferð og kíki á mbl.is. Ein af fyrirsögnunum neðst undir innlent var þetta: Ekið á kött á Sogavegi.....
Hverjum finnst þetta merkilegt?? Mér finnst svona fréttir alveg frábærar. Ég vildi alls ekki sjá þetta detta útúr blöðunum heima. Ef það er dauður köttur á götunni í útlöndum þá keyrir næsti bíll bara yfir líka.

Spánarferðin gekk bara vel. Hún lengdist reyndar um einn dag útaf því að tökuliðið vildi gera þetta í morgunsólinni en ekki um kvöld eins og áætlað var fyrst. Ég sló nú ekki hendinni á móti auka degi í sól og sumri á plaza hóteli og með þá fyrirskipun að ég mætti borða allt af minibarnum.... hvenær getur maður það án þess að fara á hausinn!!
posted by Thorey @ 22:47   0 comments
þriðjudagur, nóvember 18, 2003
Strákar, hér er eitt sem þið getið gert ef ykkur leiðist!!!
posted by Thorey @ 21:22   0 comments
Stökkæfingin í gær gekk bara þrusu vel. Ég fór aftur 3,90 með 8 skrefum en í þetta sinn fór ég 3x yfir en síðast bara 1x. Ég er bara mjög sátt með gang mála. Það er grísk stelpa komin hingað í æfingabúðir og ætlar hún að vera í 3 vikur. Þetta er 28 ára stelpa sem byrjaði að æfa fyrir 3 árum og hafði aldrei stundað neinar íþróttir fyrr. Einn daginn fílaði hún sig feita og ákvað að fara út að skokka. Á vellinum sá hún einhvern vera að stökkva stangarstökk og vildi prófa. Núna er mín bara að stefna á Ólympíuleikana. Hún á best 4,25 og er næst best í Grikklandi. Ekki slæmt!!!

Þessi stelpa er reyndar mjög spes. Hún er "fræg" fyrir að vera alltaf hálf nakin. Þegar spurt er um nafnið fattar enginn hver hún er en þegar maður segir að hún sé alltaf eins og hún sé á ströndinni þá kveikir fólk.

Á morgun er ég að fara til Spánar. Ég er að fara í myndatöku fyrir Team Visa en sem betur fer er þetta bara sólarhringur. Verst er að ég þarf að vakna fyrir 05 og taka strætó út á lestarstöð kl 5:45 því sumir nenntu ekki að keyra mig.... Strætóinn er víst tryllitæki!
posted by Thorey @ 21:16   0 comments
mánudagur, nóvember 17, 2003
Helgin var bara frekar pökkuð hjá mér. Á föstudaginn kíkti ég til Bonn sem er í klukkutíma suður frá Lev. Þar rölti ég um en hitti svo Richi og fjölskylduna hans en bróðir hans var að útskrifast úr háskólanum þarna. Ég og Richi fórum svo í heimsókn til Lars (æfir með okkur) en hann býr í Köln.

Á laugardagskvöldið fórum við nokkur úr hópnum til Essen í eitthvað íþróttapartý. Þetta var rosalega stórt partý og svona hálfgert gala. Þetta var haldið í stórri höll sem kallast Grugahallen en þarna fara fram margir handboltaleikir. Þarna voru um 1500 manns að borða og að skemmta sér við performance frá mörgum frægum þýskum tónlistarmönnum. Ég skemmti mér mjög vel og borðaði að sjálfsögðu á mig gat.

Í gær fórum ég og Richi í gufu og sund. Þegar ég kem út úr búningsklefanum og inn í sauna svæðið missi ég hreinlega augun. Það voru allir allsberir!! Ég flýtti mér inn í eina gufuna en viti menn, allir bara á bossanum. Ég ákvað að fara bara út í laug. Eftir að ég fékk nóg af lauginni gerði ég aðra sauna tilraun í þetta sinn í engum sundbol en með handklæðið, sem hefði alveg mátt vera stærra, vafið utan um mig. Þannig fór ég inn í aðra gufu þar sem setið var í hring í kringum ofninn. Hugsið ykkur, allir naktir og sitja í hring. OJ. Ég fékk nú eitthvað komment frá einum þjóðverjanum að ég yrði að nota handklæðið undir fæturnar á mér svo svitinn færi ekki um allt. Ég sagði bara ja ja en hreyfði ekki handklæðið. Á endanum gafst ég upp og togaði Richi með mér heim.
posted by Thorey @ 09:40   0 comments
fimmtudagur, nóvember 13, 2003
Ég fór með fisk með mér hingað frá Íslandi. Þorsk og lax. Í kvöld eldaði ég þorsk í raspi á pönnu með soðnum kartöflum og bauð gömlu hjónunum og félaga mínum Richi. Ég hélt ég væri að elda alltof mikið en nei nei þá var þetta bara étið upp til agna. Hrikalegur kokkur..... :)

Ég fór á stökkæfingu í morgun og gekk bara supervel. Ég fór 3,90 með 8 skrefa atrennu. Leszek var bara alveg hrikalega ánægður með mig.
Ég tók eina mynd á æfingu í dag en batteríið í myndavélinni var búið og hleðslutækið virkar ekki. Veit ekki af hverju..??? Bömmer.
posted by Thorey @ 22:28   0 comments
miðvikudagur, nóvember 12, 2003
Þá er ég komin til Lifrarkássu (höf: Katyline). Æfingarnar eru komnar á fullt og gengur bara mjög vel. Ég þarf reyndar að skreppa til Sevilla í næstu viku en þó bara í sólarhring. Visa er þar með myndatökur af liðinu sínu Team Visa. Það verður því líklega bara fjör þarna en í þessu liði eru 60 manns.

Á Kastrup var mér runnin reiðin yfir verðinu á kassettutækinu í fríhöfninni í Leifstöð. Ég keypti sama tæki þar, nema það var 500kr dýrara....... frekar pirrandi. Ég er semsagt farin að hlusta á þýskukennslu og vona bara að ég geti farið að babbla eitthvað sem fyrst.

Ég ætla að fara rúnt með kameruna mína á æfingasvæðinu á morgun svo það koma bráðum nýjar myndir inn á www.thorey.net.
posted by Thorey @ 21:06   0 comments
mánudagur, nóvember 10, 2003
Farmida vandamalid endadi thannig ad nu er eg stodd i uppalounge a Kastrup og er nybuin ad hlada i mig mat herna og kaffi... "fritt". Eg atti mida til Koben en atti ekki mida til Dusseldorf. Eg thurfti thvi ad kaupa midann her og kostadi hann litlar 50.000 kr. Annars er eg buin ad kaupa midann heim um jolin og eyddi eg adeins 30.000kr i hann. Eg kem heim 17.des og fer aftur thann 26.des.

Adur en eg for keypti eg mer kassettur med thysku kennslu en thar sem eg a ekki kassettutaeki aetladi eg ad kaupa mer thad i frihofninni. Verdid var 5000kr. Glaetan. Sjensinn ad madur eydi 5000 kalli i urelt drasl. En eg keypti mer lika Heru og maeli eg med henni.

Eg verd ad fara ad laera a gitar!!
posted by Thorey @ 12:21   0 comments
fimmtudagur, nóvember 06, 2003
Þvílíkur dagur.
Byrjaði á fótamælingu fyrir innleggjum í Stoðtækni svo fór ég á stangarstökksæfingu og beint í dekur í Baðhúsinu. Ég fór í handsnyrtingu, andlitsbað og heilnudd. Ég hef aldrei á ævinni farið í handsnyrtingu né andlitsbað en var að fíla hvorutveggja bara vel. Ég vann svona dekurdag þegar ég tók þátt í "lokasprettinum" í Íslandi í bítið daginn fyrir kosningadaginn. Segjið svo að ég hafi ekki grætt eitthvað á þessari kosningabaráttu...
Kannski svona dekur verði bara að árlegum viðburði.

Þá er maður bara að hverfa af klakanum í enn eitt skiptið. Það er svo fyndið, í hvert sinn sem ég kem þarf maður að hitta alla vinina og það er enginn smá process. Fimleikavinkonur, frjálsíþróttavinkonur, frænkur, fg-vinkonur (2 mismunandi hópar) og fleiri stakir félagar. Ég þyrfti eiginlega að reyna að sameina þessa hópa svo maður hafi tíma til t.d að kaupa sér flugmiða til út aftur. Ég var að fatta í dag að ég ætti eftir að kaupa miðann út en ég "fer" á mánudaginn.

En ég dýrka vini mína og það er bara einfaldlega of gaman að hitta þá, maður reddar einum flugmiða.....
posted by Thorey @ 20:15   0 comments
þriðjudagur, nóvember 04, 2003
Hafið þið eitthvað pælt í Feng Shui? Ég las um daginn bók sem heitir "Clear your clutter with Feng Shui" og snýst um að hreinsa til tilfinningalega með að taka til í húsinu þínu. Frekar absúrt. Mér fannst bókin nú frekar mikil vitleysa en þó held ég að það sé smá punktur til í þessu öllu. Líður ykkur ekki vel þegar þið eruð ný búin að taka til? Ég finn allavega fyrir létti og mér finnst ég komast fyrir heima hjá mér......
Í bókinni stóð m.a:
"Letting go of clutter leaves you free to be you, which is the greatest gift you can ever give yourself"

Leitinni að hamingju er semsagt lokið!
Veit ekki alveg......
posted by Thorey @ 12:34   0 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile