the
 
the
laugardagur, október 30, 2004
Þá er fyrsta vikan á enda og hardsperrurnar búnar að koma sér vel fyrir í líkamanum. Ég held það fari bara ansi vel um þær og þær séu ekkert á leiðinni neitt.
Ég hef nú ekki gert mikið annað en að æfa, borða og sofa nema jú læra og það fer bara hellings tími í það því ég þurfti að gera 3 skýrslur í vikunni. Er að vinna enn í tveimur sem ég skila á morgun eða ég vona reyndar að fresturinn sé fram á mánudag....
Veðrið hérna er líka bara fínt. Þegar ég kom voru 23 gráður og var ég þá að koma að heiman úr -4 svo það var æði að fá smá sumar aftur. Núna eru svona 10-15 gráður oftast og bara hið rólegasta veður.
ok nú er ég farin að tala um veðrið sem þýðir að ég hef ekkert að segja.
Bis spaeter..
posted by Thorey @ 08:31   1 comments
sunnudagur, október 24, 2004
Þá er "sumarfríið" á enda. Ég fékk að eyða heilum mánuði heima á Íslandi!! Gerði ýmislegt eins og hitta alla familíuna og vinina oft og mörgum sinnum. Var töluvert í skólanum og kom mér vel af stað í honum og skrapp meira að segja í smá helgarferð með Evu Lind vinkonu og við lentum jú í ýmsum ævintýrum :)

Nú er ég semsagt komin aftur til Leverkusen og finnst það bara fínt. Það verður ágætt að komast inn í rythmann minn, æfa og slaka á og læra þess á milli. Ég komst að því heima að það er töluvert álag að eiga 4 vinahópa... En jú, það er nú samt svo gaman að sötra kaffi á kaffihúsi og spjalla um allt milli heima og geima. Takk fyrir það :)
posted by Thorey @ 14:53   2 comments
Þórey Edda Elísdóttir

See my complete profile